Bronskonan á síðustu heimsleikum í CrossFit með COVID-19 og fékk ekki að keppa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 10:31 Kari Pearce er hér á verðlaunpallinum með þeim Tiu Clair Toomey og Katrínu Tönju Davíðsdóttur en hún var fyrsta bandaríska konan á palli á heimsleikunum í sex ár. Instagram/@crossfitgames Kari Pearce, þriðja besta CrossFit kona heims í fyrra, er ekki meðal keppanda á þessum heimsleikum í CrossFit þrátt fyrir að hafa unnið sér réttinn til þess. Pearce var mætt til Madison til að taka þátt í heimsleikunum en fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi sem allir keppendur þurftu að gangast undir. Slæmu fréttirnar komu að morgni fyrsta keppnisdagsins. Landa hennar, Bethany Shadburne, sem einnig var líkleg til afreka á heimsleikunum í ár, hafði áður greinst með COVID-19 og hafði Bethany hætt við keppni fyrir tveimur dögum. View this post on Instagram A post shared by Kari Pearce (@karipearcecrossfit) Shadburne æfði með Pearce og Danielle Brandon hjá Underdogs Athletics í aðdraganda leikanna en í fyrstu prófum í Madison þá voru þær Pearce og Brandon báðar neikvæðar. Pearce átti því að fá að keppa eða þar til að hún fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi nokkrum dögum síðar. Brandon er enn neikvæð og fékk því að keppa í gær. Það vakti þó athygli að hún keppti „í sóttkví“ í gær það er að hún skilaði sínum æfingum í góðri fjarlægð frá öðrum keppendum. Þetta er mikil áfall fyrir bæði Kari Pearce og Bethany Shadburne sem og Bandaríkjamenn enda tvær af bestu CrossFit konum landsins. Kari Pearce endaði í þriðja sæti á heimsleikunum 2020 á eftir þeim Tiu-Clair Toomey og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Shadburne vann Pearce í undanúrslitunum og þótti því líka líkleg á verðlaunapall á heimsleikunum í ár. Hér fyrir ofan má sjá hvað Kari Pearce skrifaði á Instagram síðu sína eftir að hafa fengið þessar ömurlegu fréttir. CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Pearce var mætt til Madison til að taka þátt í heimsleikunum en fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi sem allir keppendur þurftu að gangast undir. Slæmu fréttirnar komu að morgni fyrsta keppnisdagsins. Landa hennar, Bethany Shadburne, sem einnig var líkleg til afreka á heimsleikunum í ár, hafði áður greinst með COVID-19 og hafði Bethany hætt við keppni fyrir tveimur dögum. View this post on Instagram A post shared by Kari Pearce (@karipearcecrossfit) Shadburne æfði með Pearce og Danielle Brandon hjá Underdogs Athletics í aðdraganda leikanna en í fyrstu prófum í Madison þá voru þær Pearce og Brandon báðar neikvæðar. Pearce átti því að fá að keppa eða þar til að hún fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi nokkrum dögum síðar. Brandon er enn neikvæð og fékk því að keppa í gær. Það vakti þó athygli að hún keppti „í sóttkví“ í gær það er að hún skilaði sínum æfingum í góðri fjarlægð frá öðrum keppendum. Þetta er mikil áfall fyrir bæði Kari Pearce og Bethany Shadburne sem og Bandaríkjamenn enda tvær af bestu CrossFit konum landsins. Kari Pearce endaði í þriðja sæti á heimsleikunum 2020 á eftir þeim Tiu-Clair Toomey og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Shadburne vann Pearce í undanúrslitunum og þótti því líka líkleg á verðlaunapall á heimsleikunum í ár. Hér fyrir ofan má sjá hvað Kari Pearce skrifaði á Instagram síðu sína eftir að hafa fengið þessar ömurlegu fréttir.
CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira