„Ef ég dey, berð þú þá ábyrgðina“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 12:01 Daniil Medvedev var í miklum vandræðum í hitanum og rakanum en tókst samt að tryggja sér sæti í átta manna úrslitunum. AP/Patrick Semansky Rússinn Daniil Medvedev er kominn í átta manna úrslit í tenniskeppni Ólympíuleikanna en hann átti í miklum erfiðleikum í hitanum í nótt. Medvedev komst áfram með því að vinna Fabio Fognini frá Ítalíu 6-2, 3-6 og 6-2. Hann mætir Spánverjanum Pablo Carreno Busta í átta manna úrslitunum. Medvedev átti í miklum vandræðum í leiknum þegar hitinn og rakastigið gerði honum mjög erfitt fyrir. Svo illa leit hann út á tímabili að dómari leiksins, Carlos Ramos, spurði hann hreinlega hvort hann gæti haldið áfram. Svarið kom mörgum í opna skjöldu. „Ég get klárað leikinn en ég get dáið,“ sagði Daniil Medvedev. „Ef ég dey, berð þú þá ábyrgðina,“ hélt Medvedev áfram. Hann fékk tvisvar sinnum að taka leikhlé og einu sinni að fá þjálfarann sinn til sín. Medvedev ræddi atvikið eftir leik og sagði að honum hefði verið mikið niðri fyrir á þessum tímapunkti í leiknum. a very metal moment in the Olympic tennis just now as Medvedev casually asks what happens if he dies on the court pic.twitter.com/kotZxePtEw— Timothy Burke (@bubbaprog) July 28, 2021 „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera til að líða betur. Ég var tilbúinn að falla niður á völlinn,“ sagði Medvedev. Spænski tennisspilarinn Paula Badosa var ekki eins heppin því hún fór af velli í hjólastól eftir að hafa fengið hitaslag í leik sínum á móti Marketu Vondrousova í átta manna úrslitum. Vondrousova sló út Naomi Osaka í gær og hafði unnið fyrsta settið 6-1. Hún er nú komin alla leið í undanúrslitin. Hitinn fór alla leið upp í 31 stig en vegna rakans þá var eins og það væri 37 stiga hiti. Tennisfólkið hefur margoft beðið um að leikirnir yrðu færðir fram á kvöld þegar hitinn er minni en ekki hefur verið orðið við þeim sóknum. Tennis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Medvedev komst áfram með því að vinna Fabio Fognini frá Ítalíu 6-2, 3-6 og 6-2. Hann mætir Spánverjanum Pablo Carreno Busta í átta manna úrslitunum. Medvedev átti í miklum vandræðum í leiknum þegar hitinn og rakastigið gerði honum mjög erfitt fyrir. Svo illa leit hann út á tímabili að dómari leiksins, Carlos Ramos, spurði hann hreinlega hvort hann gæti haldið áfram. Svarið kom mörgum í opna skjöldu. „Ég get klárað leikinn en ég get dáið,“ sagði Daniil Medvedev. „Ef ég dey, berð þú þá ábyrgðina,“ hélt Medvedev áfram. Hann fékk tvisvar sinnum að taka leikhlé og einu sinni að fá þjálfarann sinn til sín. Medvedev ræddi atvikið eftir leik og sagði að honum hefði verið mikið niðri fyrir á þessum tímapunkti í leiknum. a very metal moment in the Olympic tennis just now as Medvedev casually asks what happens if he dies on the court pic.twitter.com/kotZxePtEw— Timothy Burke (@bubbaprog) July 28, 2021 „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera til að líða betur. Ég var tilbúinn að falla niður á völlinn,“ sagði Medvedev. Spænski tennisspilarinn Paula Badosa var ekki eins heppin því hún fór af velli í hjólastól eftir að hafa fengið hitaslag í leik sínum á móti Marketu Vondrousova í átta manna úrslitum. Vondrousova sló út Naomi Osaka í gær og hafði unnið fyrsta settið 6-1. Hún er nú komin alla leið í undanúrslitin. Hitinn fór alla leið upp í 31 stig en vegna rakans þá var eins og það væri 37 stiga hiti. Tennisfólkið hefur margoft beðið um að leikirnir yrðu færðir fram á kvöld þegar hitinn er minni en ekki hefur verið orðið við þeim sóknum.
Tennis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira