Norsku stelpurnar keyrðu yfir lið Svartfjallalands í seinni hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 08:51 Þórir Hergeirsson sá sínar stelpur eiga frábæran seinni hálfleik á móti Svartfjallalandi. AP/Sergei Grits Norska kvennalandsliðið í handbolta hélt sigurgöngu sinni áfram á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt og eru þær öruggar í átta liða úrslitin þegar tveir leikir eru eftir. Noregur vann 35-23 sigur á Svartfjallalandi og hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á leikunum með samtals 33 mörkum eða ellefu mörkum að meðaltali í leik. Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar voru reyndar ekki alltof sannfærandi framan af leik enda þremur mörkum undir um miðjan fyrri hálfleik. Herlig! https://t.co/lJEYMrb9cw— VG Sporten (@vgsporten) July 29, 2021 Seinni hálfleikur liðsins var aftur á móti frábær en hann unnu þær norsku með tólf marka mun, 22-10. Noregur er í fullt hús í riðlinum eins og Holland sem vann níu marka sigur á Angóla í nótt, 37-28. Suður Kórea vann síðan þriggja marka sigur á Japan, 27-24. Nora Mörk og Henny Reistad voru markahæstar hjá norska liðinu með sjö mörk hvor en þær Stine Bredal Oftedal og Sanna Solberg-isaksen skoruðu báðar sex mörk. Norsku stelpurnar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en Svartfjallaland tók síðan öll völd og komst þremur mörkum yfir í 8-5. Þórir tók þá leikhlé og norska liðið náði að jafna metin í 13-13 fyrir hálfleik. Eftir þennan spennandi fyrri hálfleik þá bjuggust flestir við meiri spennu í þeim síðari en svo varð ekki raunin. Norsku stelpurnar keyrðu yfir lið Svartfjallalands í seinni hálfleiknum. Staðan var reyndar 15-15 í upphafi hálfleiksins en þá komu þrjú norsk mörk í röð. Leikhlé Svartfellinga breyttu litlu og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn orðinn átta mörk, 26-18. Eftirleikurinn var auðveldur. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
Noregur vann 35-23 sigur á Svartfjallalandi og hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á leikunum með samtals 33 mörkum eða ellefu mörkum að meðaltali í leik. Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar voru reyndar ekki alltof sannfærandi framan af leik enda þremur mörkum undir um miðjan fyrri hálfleik. Herlig! https://t.co/lJEYMrb9cw— VG Sporten (@vgsporten) July 29, 2021 Seinni hálfleikur liðsins var aftur á móti frábær en hann unnu þær norsku með tólf marka mun, 22-10. Noregur er í fullt hús í riðlinum eins og Holland sem vann níu marka sigur á Angóla í nótt, 37-28. Suður Kórea vann síðan þriggja marka sigur á Japan, 27-24. Nora Mörk og Henny Reistad voru markahæstar hjá norska liðinu með sjö mörk hvor en þær Stine Bredal Oftedal og Sanna Solberg-isaksen skoruðu báðar sex mörk. Norsku stelpurnar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en Svartfjallaland tók síðan öll völd og komst þremur mörkum yfir í 8-5. Þórir tók þá leikhlé og norska liðið náði að jafna metin í 13-13 fyrir hálfleik. Eftir þennan spennandi fyrri hálfleik þá bjuggust flestir við meiri spennu í þeim síðari en svo varð ekki raunin. Norsku stelpurnar keyrðu yfir lið Svartfjallalands í seinni hálfleiknum. Staðan var reyndar 15-15 í upphafi hálfleiksins en þá komu þrjú norsk mörk í röð. Leikhlé Svartfellinga breyttu litlu og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn orðinn átta mörk, 26-18. Eftirleikurinn var auðveldur.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira