Miklar væntingar gerðar til Styrmis hjá Davidson og hann á von á góðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2021 10:01 Styrmir Snær Þrastarson fetar í fótspor Jóns Axels Guðmundssonar hjá Davidson. vísir/hulda margrét Jón Axel Guðmundsson segir að miklar væntingar séu gerðar til Styrmis Snæs Þrastarsonar hjá Davidson háskólanum. Styrmir sló í gegn með Íslandsmeistaraliði Þórs Þ. á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður Domino's deildarinnar. Frá og með næsta vetri mun hann leika með Davidson í A10-deildinni í bandaríska háskólaboltanum. Jón Axel gerði garðinn frægan með Davidson villiköttunum á árunum 2016-20. Hann fór með liðinu í úrslitakeppni háskólaboltans, marsfárið svokallaða, 2018 og árið eftir var hann valinn besti leikmaður A10-deildarinnar. Meðal annarra leikmanna sem hafa hlotið þá viðurkenningu má nefna David West, Norm Nixon, Eddie Jones og Marcus Camby. Jón Axel kunni afar vel við sig í Davidson, sem er í Norður-Karólínu, og mælti heils hugar með skólanum fyrir Styrmi. „Hann á von á öllu frábæru. Við höfum rætt mikið saman í gegnum þetta allt í vetur,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. „Hann hafði margar spurningar um skólann og hvaða hlutverk ég héldi að hann fengi. Ég tala vikulega við þjálfarann og hann gerir mestu væntingar til Styrmis. Það er bara spurning hvernig hann kemur inn í þetta. Það er allt opið og ég held að hann eigi fulla möguleika á að komast í byrjunarliðið á fyrsta ári. Ég veit allavega að þeir elska hvernig hann spilar og ég veit að hann mun eiga frábæra tíma í Davidson.“ Jón Axel er enn í góðu sambandi við fólk í Davidson, meðal annars þjálfarann gamalreynda, Bob McKillop. Sá fór afar fögrum orðum Jón Axel í viðtal við Fréttablaðið fyrir þremur árum og sagði hann þrautseigan, óttalausan og frábæran liðsfélaga. Jón Axel segir að umgjörðin hjá Davidson sé frábær og McKillop búi til sannkallaða fjölskyldustemmningu þar. Hinn 71 árs McKillop hefur þjálfað Davidson síðan 1989. Þekktasti leikmaðurinn sem hann hefur þjálfað í Davidson er Stephen Curry, einn besti körfuboltamaður sinnar kynslóðar. „Ég fór til Davidson fyrir þremur vikum að heimsækja alla. Þegar ég var þarna var umgjörðin fáránlega geggjuð og þeir eru bara búnir að bæta í. Þetta er enn betra fyrir Styrmi,“ sagði Jón Axel. „Þjálfarinn hringir í mig vikulega og sonur hans, sem er aðstoðarþjálfari, sendir mér skilaboð daglega. Svo er ég alltaf í sambandi við leikmenn á FaceTime. Það er það besta við Davidson. Í mörgum öðrum skólum eru liðsfélagarnir ekkert endilega bestu vinir en í Davidson er þetta eiginlega fjölskyldan þín. Allir eru saman allan tímann.“ Jón Axel segir að McKillop umgangist leikmenn eins og þeir séu synir hans. „Bob sagði við Styrmi og pabba hans þegar þeir komu að hann myndi koma fram við hann eins og sinn eigin son. Hann gerir það við alla leikmenn sína og það er fáránlegt hvernig hann nær því,“ sagði Jón Axel. Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Styrmir sló í gegn með Íslandsmeistaraliði Þórs Þ. á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður Domino's deildarinnar. Frá og með næsta vetri mun hann leika með Davidson í A10-deildinni í bandaríska háskólaboltanum. Jón Axel gerði garðinn frægan með Davidson villiköttunum á árunum 2016-20. Hann fór með liðinu í úrslitakeppni háskólaboltans, marsfárið svokallaða, 2018 og árið eftir var hann valinn besti leikmaður A10-deildarinnar. Meðal annarra leikmanna sem hafa hlotið þá viðurkenningu má nefna David West, Norm Nixon, Eddie Jones og Marcus Camby. Jón Axel kunni afar vel við sig í Davidson, sem er í Norður-Karólínu, og mælti heils hugar með skólanum fyrir Styrmi. „Hann á von á öllu frábæru. Við höfum rætt mikið saman í gegnum þetta allt í vetur,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. „Hann hafði margar spurningar um skólann og hvaða hlutverk ég héldi að hann fengi. Ég tala vikulega við þjálfarann og hann gerir mestu væntingar til Styrmis. Það er bara spurning hvernig hann kemur inn í þetta. Það er allt opið og ég held að hann eigi fulla möguleika á að komast í byrjunarliðið á fyrsta ári. Ég veit allavega að þeir elska hvernig hann spilar og ég veit að hann mun eiga frábæra tíma í Davidson.“ Jón Axel er enn í góðu sambandi við fólk í Davidson, meðal annars þjálfarann gamalreynda, Bob McKillop. Sá fór afar fögrum orðum Jón Axel í viðtal við Fréttablaðið fyrir þremur árum og sagði hann þrautseigan, óttalausan og frábæran liðsfélaga. Jón Axel segir að umgjörðin hjá Davidson sé frábær og McKillop búi til sannkallaða fjölskyldustemmningu þar. Hinn 71 árs McKillop hefur þjálfað Davidson síðan 1989. Þekktasti leikmaðurinn sem hann hefur þjálfað í Davidson er Stephen Curry, einn besti körfuboltamaður sinnar kynslóðar. „Ég fór til Davidson fyrir þremur vikum að heimsækja alla. Þegar ég var þarna var umgjörðin fáránlega geggjuð og þeir eru bara búnir að bæta í. Þetta er enn betra fyrir Styrmi,“ sagði Jón Axel. „Þjálfarinn hringir í mig vikulega og sonur hans, sem er aðstoðarþjálfari, sendir mér skilaboð daglega. Svo er ég alltaf í sambandi við leikmenn á FaceTime. Það er það besta við Davidson. Í mörgum öðrum skólum eru liðsfélagarnir ekkert endilega bestu vinir en í Davidson er þetta eiginlega fjölskyldan þín. Allir eru saman allan tímann.“ Jón Axel segir að McKillop umgangist leikmenn eins og þeir séu synir hans. „Bob sagði við Styrmi og pabba hans þegar þeir komu að hann myndi koma fram við hann eins og sinn eigin son. Hann gerir það við alla leikmenn sína og það er fáránlegt hvernig hann nær því,“ sagði Jón Axel.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins