Björgvin Karl upp í annað sætið eftir aðra grein dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 18:31 Björgvin Karl er í góðum gír á heimsleikunum í Madison. Björgvin Karl Guðmundsson er í toppbaráttunni í keppni karla á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er jafn tveimur öðrum í öðru sæti keppninnar eftir tvær greinar. Björgvin Karl var sjötti eftir mjög svo krefjandi fyrstu grein þar sem keppendur syntu 1600 metra á sundblöðkum áður en þeir fóru yfir þrjá kílómetra á kajak á opnu vatni við Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem leikarnir fara fram. Í annarri grein dagsins þurftu keppendur að draga tæplega 100 kg sleða eftir braut áður en þeir sneru níðþungum ílöngum kassa, eða svokölluðu svíni (e. pig flips), sem vó 230 kg fimm sinnum. Þá tóku við tólf upphífingar í hringjum, og svo tólf upphífingar á stöng þar sem lyfta þarf mjöðm að stönginni (e. muscle-ups). Þetta fernt var svo endurtekið í öfugri röð til að klára hringinn. Kanadamaðurinn Patrick Vellner stóð sig best í brautinni og kláraði hana á 7:42,42 mínútum, hann er í 14. sæti eftir tvær greinar þar sem hann var 35. í fyrstu greininni. Finninn Jonne Koski sem var fyrstur í mark í fyrstu grein dagsins heldur efsta sætinu eftir að hafa verið ellefti á 9:02,46 mín. Næstur á eftir honum er Björgvin Karl Guðmundsson sem kláraði brautina á 8:45,81 mín. Hann var níundi að klára aðra greinina og sjötti í þeirri fyrstu sem dugar honum í annað sætið með 161 stig, aðeins sex stigum á eftir Koski. Hann er jafn bæði Serbanum Lazar Djukic og Kanadamanninum Brent Fikowski sem einnig eru með 161 stig. Næstur kemur landi Fikowski, Samuel Cournoyer, með 158 stig. Annie Mist fyrst íslensku kvennanna - Toomey með yfirburði Í kvennaflokki lágu sömu greinar fyrir og tóku þær sama hring, en þó með lægri þyngdir á bæði sleðanum og í svíninu. Fátt virðist fá Tiu-Clair Toomey, heimsmeistara síðustu fjögurra ára, stöðvað. Eftir sigur í fyrstu greininni var hún einnig fyrst í mark í þeirri næstu. Hún er því með örugga forystu með 200 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Næst á eftir henni kemur heimakonan Haley Adams með 176 stig og Laura Horváth frá Ungverjalandi er þriðja með 173 stig. Annie Mist Þórisdóttir var fyrst íslensku keppendanna í mark en hún var sjötta að klára brautina á tímanum 10:32,40 mín. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði naumlega í mark innan tímamarka, en ekki mátti vera lengur en tólf mínútur með brautina, hún kom í mark á 11:48,27 mín. Þuríður Erla Helgadóttir var yfir þeim mörkum og var 26. í röðinni að klára brautina. Annie Mist er í 10. sæti í heildina eftir fyrstu tvær greinarnar með 131 stig, Katrín Tanja er í 14. sæti með 116 stig En Þuríður Erla er með 62 stig í 30. sæti. CrossFit Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Björgvin Karl var sjötti eftir mjög svo krefjandi fyrstu grein þar sem keppendur syntu 1600 metra á sundblöðkum áður en þeir fóru yfir þrjá kílómetra á kajak á opnu vatni við Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem leikarnir fara fram. Í annarri grein dagsins þurftu keppendur að draga tæplega 100 kg sleða eftir braut áður en þeir sneru níðþungum ílöngum kassa, eða svokölluðu svíni (e. pig flips), sem vó 230 kg fimm sinnum. Þá tóku við tólf upphífingar í hringjum, og svo tólf upphífingar á stöng þar sem lyfta þarf mjöðm að stönginni (e. muscle-ups). Þetta fernt var svo endurtekið í öfugri röð til að klára hringinn. Kanadamaðurinn Patrick Vellner stóð sig best í brautinni og kláraði hana á 7:42,42 mínútum, hann er í 14. sæti eftir tvær greinar þar sem hann var 35. í fyrstu greininni. Finninn Jonne Koski sem var fyrstur í mark í fyrstu grein dagsins heldur efsta sætinu eftir að hafa verið ellefti á 9:02,46 mín. Næstur á eftir honum er Björgvin Karl Guðmundsson sem kláraði brautina á 8:45,81 mín. Hann var níundi að klára aðra greinina og sjötti í þeirri fyrstu sem dugar honum í annað sætið með 161 stig, aðeins sex stigum á eftir Koski. Hann er jafn bæði Serbanum Lazar Djukic og Kanadamanninum Brent Fikowski sem einnig eru með 161 stig. Næstur kemur landi Fikowski, Samuel Cournoyer, með 158 stig. Annie Mist fyrst íslensku kvennanna - Toomey með yfirburði Í kvennaflokki lágu sömu greinar fyrir og tóku þær sama hring, en þó með lægri þyngdir á bæði sleðanum og í svíninu. Fátt virðist fá Tiu-Clair Toomey, heimsmeistara síðustu fjögurra ára, stöðvað. Eftir sigur í fyrstu greininni var hún einnig fyrst í mark í þeirri næstu. Hún er því með örugga forystu með 200 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Næst á eftir henni kemur heimakonan Haley Adams með 176 stig og Laura Horváth frá Ungverjalandi er þriðja með 173 stig. Annie Mist Þórisdóttir var fyrst íslensku keppendanna í mark en hún var sjötta að klára brautina á tímanum 10:32,40 mín. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði naumlega í mark innan tímamarka, en ekki mátti vera lengur en tólf mínútur með brautina, hún kom í mark á 11:48,27 mín. Þuríður Erla Helgadóttir var yfir þeim mörkum og var 26. í röðinni að klára brautina. Annie Mist er í 10. sæti í heildina eftir fyrstu tvær greinarnar með 131 stig, Katrín Tanja er í 14. sæti með 116 stig En Þuríður Erla er með 62 stig í 30. sæti.
CrossFit Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira