Sport

Dagskráin í dag: Heldur Breiðablik uppi heiðri Íslands í Evrópu?

Valur Páll Eiríksson skrifar
Blikar gerðu 1-1 jafntefli við Austria Wien í Vínarborg og fara því áfram með sigri í kvöld.
Blikar gerðu 1-1 jafntefli við Austria Wien í Vínarborg og fara því áfram með sigri í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Karlalið Breiðabliks í fótbolta stendur upp úr í dagskrá dagsins á rásum Stöðvar 2 Sport í dag er liðið keppir í Sambandsdeild Evrópu seinni part dags. Þá verður farið yfir nýliðna umferð í Pepsi Max-deild kvenna og keppt er á Evróputúrnum í golfi.

Fyrsta útsending dagsins á rásum Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 13:00 þar ISPS Hand World Invitational-mótið á Evróputúr karla hefst. Sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Golf.

Breiðablik mætir þá Austria Wien í síðari leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu klukkan 17:30. Liðin skildu jöfn 1-1 ytra þar sem Blikar voru síst slakari aðilinn og hefðu hæglega getað unnið leikinn. Sæti í næstu umferð er undir á Kópavogsvelli en bein útsending hefst klukkan 17:15 á Stöð 2 Sport.

Þá eru Pepsi Max-mörkin á dagskrá klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport. Þar mun Helena Ólafsdóttir, ásamt sérfræðingum, fara yfir 13. umferð deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.