Fleiri fréttir

Henderson og Salah fóru varlega í yfirlýsingar eftir leik

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, og Mo Salah pössuðu sig að vera ekki með neinar digurbarkalegar yfirlýsingar að loknum 2-0 sigri liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Sigurinn þýðir að Liverpool er nú með 16 stiga forskot á toppi deildarinnar, ásamt því að eiga leik til góða. Þeir félagar ræddu við Sky Sports eftir leikinn.

Norðmenn lögðu Svía

Noregur lagði Svíþjóð í EM karla í handbolta með þriggja marka mun í kvöld, lokatölur 23-20. Sigurinn þýðir að Norðmenn eru komnir með annan fótinn í undanúrslit mótsins en liðið er með sex stig í efsta sæti milliriðils II á meðan Svíþjóð er á botni riðilsins án stiga þó svo að mótið fari fram í Svíþjóð.

Van Dijk maður leiksins i sigri Liver­pool gegn Manchester United

Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn.

Ögmundur og Sverrir Ingi báðir í byrjunarliði í Grikklandi

Það voru vægast sagt ólík hlutskipti íslensku leikmannanna í grísku úrvalsdeildinni í dag en á meðan Ögmundur Kristinsson var í tapliði og í neðri hluta deildarinnar þá var Sverrir Ingi Ingason í sigurliði og lið hans PAOK sem stendur á toppi deildarinnar.

Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar

Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið.

Ungverjar unnu nauman sigur á Slóvenum

Ungverjar lönduðu mikilvægum sigri á Slóvenum í milliriðli á EM í handbolta. Lokatölur 29-28 og Ungverjar því komnir með fjögur stig í milliriðlinum ásamt Slóvenum og Norðmönnum.

Uppgjör Henrys: Ekki dauðir enn

Ólympíudraumurinn lifir hjá strákunum okkar eftir magnaðan sigur, 28-25, á spútnikliði Portúgal. Frábærlega útfærður leikur hjá íslenska liðinu skilaði þessum sigri.

Aron: Það vantar einhvern eld í mig

Strákarnir okkar eru í vandræðum í milliriðli sínum á EM eftir tapið gegn Slóvenum í gær. Besti leikmaður liðsins, Aron Pálmarsson, hefur því miður ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni á mótinu og hefur verið slakur í síðustu leikjum. Hann er þó ekki af baki dottinn.

Sjá næstu 50 fréttir