Leicester kastaði frá sér sigrinum á Turf Moor

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jamie Vardy eftir að hafa klúðrað vítaspyrnunni.
Jamie Vardy eftir að hafa klúðrað vítaspyrnunni. vísir/getty

Leicester er að fatast flugið í enska boltanum en liðið tapaði öðrum leiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Burnley.

Leicester komst yfir með marki frá Harvey Barnes á 33. mínútu og þannig stóðu leikar þangað til á 56. mínútu er Chris Wood jafnaði metin.

Leicester fékk tækifæri til að komast aftur yfir á 68. mínútu er Jamie Vardy lét Nick Pope verja frá sér vítaspyrnu eftir brot Ben Mee á markaskoraranum Barnes.

Sigurmarkið skoraði Ashley Westwood ellefu mínútum fyrir leikslok er hann hirti boltann eftir darraðadans í teig Leicester. Lokatölur 2-1.
Mikilvægur sigur Burnley sem er í 14. sæti deildarinnar með 27 stig en Leicester er í 3. sætinu með 45 stig, sextán stigum á eftir toppliði Liverpool.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.