Leicester kastaði frá sér sigrinum á Turf Moor

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jamie Vardy eftir að hafa klúðrað vítaspyrnunni.
Jamie Vardy eftir að hafa klúðrað vítaspyrnunni. vísir/getty

Leicester er að fatast flugið í enska boltanum en liðið tapaði öðrum leiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Burnley.

Leicester komst yfir með marki frá Harvey Barnes á 33. mínútu og þannig stóðu leikar þangað til á 56. mínútu er Chris Wood jafnaði metin.

Leicester fékk tækifæri til að komast aftur yfir á 68. mínútu er Jamie Vardy lét Nick Pope verja frá sér vítaspyrnu eftir brot Ben Mee á markaskoraranum Barnes.

Sigurmarkið skoraði Ashley Westwood ellefu mínútum fyrir leikslok er hann hirti boltann eftir darraðadans í teig Leicester. Lokatölur 2-1.







Mikilvægur sigur Burnley sem er í 14. sæti deildarinnar með 27 stig en Leicester er í 3. sætinu með 45 stig, sextán stigum á eftir toppliði Liverpool.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira