Sport

Í beinni í dag: Hvaða lið komast í Super Bowl?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers mæta San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar.
Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers mæta San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar. vísir/getty

Tólf viðburðir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið mætast í Super Bowl 2. febrúar næstkomandi.

Í úrslitum Ameríkudeildarinnar mætast Kansas City Chiefs og Tennessee Titans og í úrslitum Þjóðardeildarinnar eigast Green Bay Packers og San Francisco 49ers við. Stöð 2 Sport sýnir beint frá báðum leikjunum og verður með umfjöllun fyrir og eftir þá.

Barcelona tekur á móti Granada í fyrsta leik sínum undir stjórn Quique Setién. Með sigri komast Börsungar aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar.

Tveir aðrir leikir í Spánarsparki verða sýndir beint. Real Mallorca tekur á móti Valencia og Celta Vigo sækir Athletic Bilbao heim.

Toppliðin í ítölsku úrvalsdeildinni, Juventus og Inter, verða bæði í eldlínunni í dag. Inter sækir Lecce heim á meðan Juventus fær Parma í heimsókn. Juventus er með tveggja stiga forskot á Inter.

Þá verður sýnt frá þremur golfmótum; Abu Dhabi HSBC Championship á Evrópumótaröðinni, Diamond Resorts Tournament of Champions á LPGA-mótaröðinni og The American Express á PGA-mótaröðinni.

Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:
07:00 Abu Dhabi HSBC Championship, Stöð 2 Golf
10:55 Real Mallorca - Valencia, Stöð 2 Sport 2
11:25 AC Milan - Udinese, Stöð 2 Sport
13:55 Lecce - Inter, Stöð 2 Sport
16:55 Genoa - Roma, Stöð 2 Sport
17:25 Atletic Bilbao - Celta Vigo, Stöð 2 Sport 2
19:00 Diamond Resorts Tournament of Champions, Stöð 2 Sport 4
19:30 Kansas City Chiefs -Tennessee Titans, Stöð 2 Sport
19:40 Juventus - Parma, Stöð 2 Sport 3
19:55 Barcelona - Granada, Stöð 2 Sport 2
20:00 The American Express, Stöð 2 Golf
22:30 San Francisco 49ers - Green Bay Packers, Stöð 2 SportAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.