Sport

Í beinni í dag: Hvaða lið komast í Super Bowl?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers mæta San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar.
Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers mæta San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar. vísir/getty

Tólf viðburðir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í dag.Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið mætast í Super Bowl 2. febrúar næstkomandi.Í úrslitum Ameríkudeildarinnar mætast Kansas City Chiefs og Tennessee Titans og í úrslitum Þjóðardeildarinnar eigast Green Bay Packers og San Francisco 49ers við. Stöð 2 Sport sýnir beint frá báðum leikjunum og verður með umfjöllun fyrir og eftir þá.Barcelona tekur á móti Granada í fyrsta leik sínum undir stjórn Quique Setién. Með sigri komast Börsungar aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar.Tveir aðrir leikir í Spánarsparki verða sýndir beint. Real Mallorca tekur á móti Valencia og Celta Vigo sækir Athletic Bilbao heim.Toppliðin í ítölsku úrvalsdeildinni, Juventus og Inter, verða bæði í eldlínunni í dag. Inter sækir Lecce heim á meðan Juventus fær Parma í heimsókn. Juventus er með tveggja stiga forskot á Inter.Þá verður sýnt frá þremur golfmótum; Abu Dhabi HSBC Championship á Evrópumótaröðinni, Diamond Resorts Tournament of Champions á LPGA-mótaröðinni og The American Express á PGA-mótaröðinni.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:

07:00 Abu Dhabi HSBC Championship, Stöð 2 Golf

10:55 Real Mallorca - Valencia, Stöð 2 Sport 2

11:25 AC Milan - Udinese, Stöð 2 Sport

13:55 Lecce - Inter, Stöð 2 Sport

16:55 Genoa - Roma, Stöð 2 Sport

17:25 Atletic Bilbao - Celta Vigo, Stöð 2 Sport 2

19:00 Diamond Resorts Tournament of Champions, Stöð 2 Sport 4

19:30 Kansas City Chiefs -Tennessee Titans, Stöð 2 Sport

19:40 Juventus - Parma, Stöð 2 Sport 3

19:55 Barcelona - Granada, Stöð 2 Sport 2

20:00 The American Express, Stöð 2 Golf

22:30 San Francisco 49ers - Green Bay Packers, Stöð 2 Sport

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.