Handbolti

Evrópumeistararnir komnir með annan fótinn í undanúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Spánverjar eru til alls líklegir.
Spánverjar eru til alls líklegir. vísir/epa

Evrópumeistarar Spánar eru í afar vænlegri stöðu í milliriðli I á Evrópumótinu í handbolta eftir sigur á Austurríki, 30-26, í dag.

Spánverjar hafa unnið alla leiki sína á EM og eru með sex stig á toppi milliriðils I. Austurríkismenn, sem hafa tapað tveimur leikjum í röð, eru í 4. sæti milliriðilsins.

Staðan í hálfleik var 17-16, Spáni í vil. Í seinni hálfleik lokuðu Evrópumeistararnir vörninni og lönduðu öruggum sigri.

Jorge Maqueda skoraði sex mörk fyrir Spán og þeir Raul Entrerrios og Aitor Gomez sitt hvor fjögur mörkin. Janko Bozovic skoraði fimm mörk fyrir Austurríki.



Í fyrsta leik dagsins í milliriðli I sigraði Hvíta-Rússland Tékkland, 28-25. Hvít-Rússar fengu þar með sín fyrstu stig í milliriðlinum en Tékkar eru án stiga.

Mikita Vailupau skoraði sex mörk fyrir Hvíta-Rússland en Ondrej Zdrahala var markahæstur í tékkneska liðinu með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×