Sport

Snorri náði sínum besta árangri í vetur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri lenti í 35. sæti í Tékklandi.
Snorri lenti í 35. sæti í Tékklandi. mynd/skíðasamband íslands

Snorri Einarsson, A-landsliðsmaður í skíðagöngu, var á meðal keppenda í heimsbikar dagsins í Novo Mesto í Tékklandi.

Heimsbikarinn er sterkasta mótaröð í heimi innan alþjóða skíðasambandsins.

Aðstæður voru nokkuð krefjandi á mótsstað í dag en það snjóaði mikið og því erfitt að finna rétt rennsli á skíðin.

Þrátt fyrir það náði Snorri sínum besta árangri í vetur í heimsbikarnum með því að enda í 35. sæti. Hann var einungis 14 sekúndum frá 30. sætinu sem er síðasta sætið sem gefur heimsbikarstig.

Árangur Snorra hefur verið stigvaxandi í vetur og hann er að nálgast sitt besta form.

Úrslit dagsins má sjá með því að smella hér.

Á morgun fer fram 15 km eltiganga með hefðbundinni aðferð á sama stað sem hefst kl.12:00 á íslenskum tíma. Ræst er út eftir úrslitum dagsins og mun Snorri því hefja leik nr. 35.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.