Handbolti

Viktor Gísli: Upplifunin hefur verið frábær

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Hinn stóri og stæðilegi Viktor Gísli.
Hinn stóri og stæðilegi Viktor Gísli.

Hinn 19 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson hefur slegið í gegn á EM með góðum tilþrifum og þá aðallega í vítaköstunum þar sem hann hefur múrað fyrir.

„Þjálfararnir eru örugglega að vinna í svona tíu tíma á dag en við Bjöggi erum í svona þrjá tíma með Tomasi Svensson markmannsþjálfara,“ sagði Viktor Gísli aðspurður um undirbúninginn fyrir leiki sem er mikill.

„Við tökum tvo 40 mín fundi þar sem við berum saman glósur svo eru menn upp á herbergi að fara yfir sína punkta.“

Það verður ekki auðvelt að standa á milli stanganna gegn skyttum Portúgala í dag.

„Þeir eru með frábæra skotmenn, sérstaklega maður á mann. Maður þarf að vera aggressífur,“ segir markvörðurinn ungi sem hefur notið sín í Malmö.

„Upplifunin hefur verið frábær. Draumur í dós. Ég pæli ekki í sviðsljósinu heldur næsta bolta. Það er smá stress í mér þegar ég horfi á leikinn en líður betur er ég kem inn og næ að verja einn bolta.“

Klippa: Viktor Gísli elskar lífið á EM

Tengdar fréttir

Aron: Það vantar einhvern eld í mig

Strákarnir okkar eru í vandræðum í milliriðli sínum á EM eftir tapið gegn Slóvenum í gær. Besti leikmaður liðsins, Aron Pálmarsson, hefur því miður ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni á mótinu og hefur verið slakur í síðustu leikjum. Hann er þó ekki af baki dottinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×