Handbolti

Íris Björk með 63% markvörslu í stórsigri Vals á KA/Þór | Spenna á Ásvöllum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íris Björk varði næstum því 2/3 þeirra skota sem hún fékk á sig gegn KA/Þór.
Íris Björk varði næstum því 2/3 þeirra skota sem hún fékk á sig gegn KA/Þór. vísir/bára

Íslandsmeistarar Vals byrjuðu árið 2020 af miklum krafti og kjöldrógu KA/Þór, 32-16, á Hlíðarenda í Olís-deild kvenna í dag. Valur er í 2. sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Fram.

Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í Valsmarkinu og varði 22 skot, eða 63% þeirra skota sem hún fékk á sig.

Sandra Erlingsdóttir var markahæst í liði Vals með sex mörk. Auður Ester Gestsdóttir og Lovísa Thompson skoruðu fimm mörk hvor.

Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir KA/Þór sem hefur tapað þremur leikjum í röð.

Haukar og ÍBV gerðu jafntefli í hörkuleik á Ásvöllum, 22-22.

Guðrún Erla Bjarnadóttir skoraði átta mörk fyrir Hauka sem hafa aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum. Saga Sif Gísladóttir varði 17 skot í marki Hafnfirðinga (44%).

Sunna Jónsdóttir skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og Ásta Björt Júlíusdóttir sex. Eyjakonur eru í 7. sæti deildarinnar með átta stig.

HK átti ekki neinum vandræðum með að leggja Aftureldingu að velli, 33-23. HK er í 4. sæti deildarinnar með tólf stig. Afturelding er áfram án stiga á botninum.

Sigríður Hauksdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu átta mörk hvor fyrir HK. Telma Rut Frímannsdóttir skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.