Handbolti

Aron: Mitt hlutverk er að taka af skarið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Aron Pálmarsson segir að strákarnir hafi skuldað þjóðinni góða frammistöðu á EM í handbolta og hann var ánægður með að geta staðið við það í sigrinum á Portúgal í dag.

„Mér fannst við ná því að spila vel mest allan leikinn í dag. Við höfum átt sveiflur í hinum leikjunum en við lærum af mistökunum og við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk,“ sagði Aron.

„Við vissum líka að þeir myndu spila hægt og reyna að stjórna hraðanum. En við réðum vel við það, og við vorum heldur ekki í vandræðum með 7-6 sóknina þeim.“

Aron glímdi við meiðsli í fyrri hálfeik en lét binda um lærið á sér og kom sterkur inn í seinni hálfleikinn.

„Mitt hlutverk í þessu liði er að taka af skarið. Ég vil frekar klára þetta og vera með það á bakinu ef þetta klikkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×