Handbolti

Guðmundur: Ekkert lið í heiminum spilar betur sjö á móti sex

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Guðmundur í viðtali hjá Vísi.
Guðmundur í viðtali hjá Vísi. vísir/andri marinó

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur hrifist mjög af leik Portúgala á EM en þeir bíða eftir strákunum okkar í hádeginu.„Ég hef horft á mörg lið spila með sjö menn í sókninni á móti sex og mér finnst þeir gera þetta liða best í heiminum í dag. Þetta er besta liðið í þessari sóknaraðgerð í dag,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi HSÍ í gær.„Þeir eru með tvo hávaxna og sterka línumenn. Þeir eru svo með hættulega sóknarlínu fyrir utan þar sem allir geta skotið á markið. Þeir eru líka hraðir og rútíneraðir í því sem þeir gera.“Það þarf ekki að koma á óvart þar sem stór hluti liðsins spilar með Porto og landsliðið spilar svipað.„Porto hefur spilað þetta lengi og þeir eru því með mikla reynslu í þessu. Við verðum að vera mjög góðir gegn þessu. Gengi Portúgals hefur komið mér á óvart og ekki. Porto er á uppleið og liðið vann í Kiel meðal annars. Handboltinn þar er á hraðri uppleið. Þetta lið hefur unnið Frakkland og svo Svía á þeirra heimavelli með tíu mörkum. Það segir sína sögu,“ segir Guðmundur en hann segir að það sé ekki dregið af hans mönnum.„Ég held ekki. Ég held að ástandið sé nokkuð gott. Við notuðum mikið af mönnum gegn Slóvenum og búumst við að fá Hauk Þrastar til baka. Það sem hefur háð okkur er að við eigum stórkostlega kafla í öllum leikjum en hefur skort stöðugleika. Við dettum niður á ýmsum köflum. Svona hlutir eru að há okkur rosalega og við erum á köflum sjálfum okkur verstir.“Klippa: Guðmundur um Portúgalana

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Aron: Það vantar einhvern eld í mig

Strákarnir okkar eru í vandræðum í milliriðli sínum á EM eftir tapið gegn Slóvenum í gær. Besti leikmaður liðsins, Aron Pálmarsson, hefur því miður ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni á mótinu og hefur verið slakur í síðustu leikjum. Hann er þó ekki af baki dottinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.