Enski boltinn

Henderson og Salah fóru varlega í yfirlýsingar eftir leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Henderson í leik dagsins.
Henderson í leik dagsins. Vísir/Getty

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, og Mo Salah pössuðu sig að vera ekki með neinar digurbarkalegar yfirlýsingar að loknum 2-0 sigri liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Sigurinn þýðir að Liverpool er nú með 16 stiga forskot á toppi deildarinnar, ásamt því að eiga leik til góða. Þeir félagar ræddu við Sky Sport eftir leikinn.

Jordan Henderson var spurður út í hversu erfitt það væri að reyna halda fagnaðarlátunum í skefjum þegar bikarinn sem Liverpool hefur beðið eftir í þrjá áratugi er innan seilingar.

„Það hafa alltaf verið miklar væntingar gerðar til Liverpool síðan ég kom hingað fyrst. Væntingar um sigur og velgengni, það mun vonandi ekki breytast í mjög langan tíma. Þetta er sérstakt, við erum að njóta þess að spila fótbolta saman en maður verður að viðhalda hungrinu, halda áfram að læra og vilja meira,“ sagði fyrirliðinn sem var valinn maður leiksins af Sky Sports.

Mo Salah fór í gömlu klisjurnar þegar hann var spurður út í hvort þeir væru farnir að sjá titilinn í hyllingum.

„Við verðum að einbeita okkur að einum leik í einu. Það er eina leiðin til að vinna úrvalsdeildina og síðasta tímabil segir okkur það.“


Tengdar fréttir

Van Dijk maður leiksins i sigri Liver­pool gegn Manchester United

Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.