Handbolti

Janus Daði: Frábær orka og andi í liðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Janus Daði Smárason átti frábæran leik og skoraði átta mörk þegar Ísland sigraði Portúgal, 25-28, í öðrum leik sínum í milliriðli II á EM 2020 í dag.

„Þetta voru frábær tvö stig. Afgerandi tvö stig fyrir okkur,“ sagði Janus í samtali við Vísi eftir leik.

Eftir tvö töp í röð varð Ísland að vinna leikinn í dag.

„Það var frábær orka og andi í liðinu og betri en í síðustu tveimur leikjum. Við stóðum saman, spýttum í lófana og unnum,“ sagði Janus glaður í bragði.

En var þetta besti landsleikur Janusar á ferlinum?

„Það getur vel verið, ég man það ekki. Við vorum klókir og skynsamir. Þessir peyjar í vörninni eiga líka hrós skilið. Þeir eiga endalausa orku,“ sagði Janus að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.