Handbolti

Það fjarar alltaf undan Aroni á stórmótum

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Aron hefur gefið mikið eftir í síðustu leikjum.
Aron hefur gefið mikið eftir í síðustu leikjum. vísir/epa

Stórskyttan Aron Pálmarsson hefur til þessa ekki náð að halda dampi á stórmótum. EM í Svíþjóð er  engin undantekning.

Aron skaut Danina í kaf í fyrsta leik en hefur engan veginn náð að fylgja því eftir. Síðustu tveir leikir í Svíþjóð hafa svo verið mjög slakir hjá honum.

Tölfræðin úr mótunum sýnir okkur að hann mætir alltaf vel stemmdur til leiks. Byrjar með látum en síðan fjarar undan honum. Því miður.

Vonandi nær hann þó að sýna aftur sitt rétta andlit gegn Portúgölum síðar í dag.

Meðalskor Arons Pálmarssonar í leikjum á stórmótum frá og með HM 2013:

Fyrsti leikur - 5,7

Annar leikur - 4,4

Þriðji leikur - 4,1

Fjórði leikur - 2,0

Fimmti leikur - 1,7

Sjötti leikur - 4,0

Sjöundi leikur - Aldrei spilað hann

Áttundi leikur - Aldrei spilað hann

Fyrsti leikur: 5,7 mörk í leik

Aðrir leikir (2 til 6): 3,5 mörk í leik

Aron Pálmarsson hefur skorað 31 prósent marka sinna á síðustu sjö stórmótum sínum strax í fyrsta leik eða 40 mörk af 127.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×