Golf

Mikil spenna í Kaliforníu fyrir lokahringinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Scottie Scheffler er efstur fyrir lokahringinn.
Scottie Scheffler er efstur fyrir lokahringinn. vísir/getty

Scottie Scheffler og Andrew Laundry eru efstir fyrir lokahringinn á The American Express mótinu sem fer fram í La Quinta í Kaliforníu.

Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni en eftir hring tvö voru Scheffler og Rickie Fowler jafnir á toppnum á fimmtán höggum undir pari.

Scheffler lék hins vegar fjórum höggum betur en Fowler á þriðja hringnum í gær. Andrew Laundry skaust sér hins vegar upp að hlið Scheffler með góðum hring í gær.
Þeir eru báðir á 21 höggi undir pari og fjögur högg eru niður í Rickie Fowler sem er á sautján höggum undir pari.

Ryan Moore og Chase Seiffert eru svo á sextán höggum undir pari en úrslitin ráðast í kvöld.

Útsending hefst frá mótinu klukkan 20.00 á Stöð 2 Golf.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.