Handbolti

Aron Einar flaug frá Katar til að sjá bróður sinn spila

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Aron Einar fyrir utan Malmö Arena í dag.
Aron Einar fyrir utan Malmö Arena í dag.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði fótboltalandsliðsins, er kominn til Malmö en hann ætlar að sjá Arnór Þór, bróður sinn, spila gegn Portúgal á eftir.

Aron Einar tók beint sex tíma flug frá Katar til Köben og rúllaði sér svo yfir til Svíþjóðar í lestinni. Hann fer svo fljótlega aftur til Katar eftir leik þannig að hann er að leggja á sig ansi mikið ferðalag til þess að sjá strákana okkar spila í dag.

„Það er frídagur í vinnunni hjá mér og ég ákvað því að skella mér og styðja Adda bróður. Ég hef alltaf reynt að ná leikjum hjá honum. Ég vil styðja hann eins og hann styður mig á stórmótum,“ sagði Aron Einar en hann er einn á ferð og mun fá smá tíma með bróður sínum eftir leikinn á eftir.

„Ég hef séð alla leikina með strákunum og þetta er búið að vera upp og ofan. Síðustu 15 mínúturnar gegn Ungverjalandi léku okkur grátt en annars hefur þetta verið nokkuð sterkt hjá þeim. Það var svekkjandi að taka ekki stig með sér áfram í milliriðil.“

Aron Einar óttast ekkert að verða settur undir óþægilega pressu á eftir og látinn hefja víkingaklapp.

„Ég læt það held ég vera í dag. Ég fæ minn skerf í fótboltaleikjunum. Ég er spenntur fyrir þessum leik. Portúgal hefur staðið sig vel og þetta verður gríðarlega erfiður leikur.“

Það eru fleiri góðir gestir á leiknum á eftir því Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur aftur og Lilja Alfreðsdóttir íþróttamálaráðherra er einnig komin til Malmö.

Klippa: Aron Einar mættur til Malmö

Tengdar fréttir

Viktor Gísli: Upplifunin hefur verið frábær

Hinn 19 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson hefur slegið í gegn á EM með góðum tilþrifum og þá aðallega í vítaköstunum þar sem hann hefur múrað fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×