Handbolti

Björgvin: Erum að berjast fyrir land og þjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar

Björgvin Páll Gústavsson átti virkilega góðan leik í marki Íslands sem vann þriggja marka sigur á Portúgal í dag.

Sigurinn var fyrsti sigur Íslands í milliriðlinum.

„Þetta var mjög skemmtilegt. Það var gott að ná þessum sigri og gefur okkur mikið. Ekki búnir að spila okkar besta mót en góðir leikir allir. Við leysum fullkomnlega. Menn koma inn af bekknum og sýna pung. Þetta er flottur hópur,“ sagði Bjöggi í leikslok.

„Við erum með frábært lið. Vandamálið við handboltann í dag er að það geta allir unnið alla. Við höfum verið upp og niður. Slöku kaflarnir of langir en við erum í uppbyggingu.“

„Það að vinna Porúgal er meira en fólk heldur. Þeir hafa unnið Frakkland og slátruðu Svíum.“

Hann segir að þeir hafi sparkað frá sér eftir að bakið var komið upp við vegginn en hann segir að það sé óþarfi að fá bakið upp við vegg.

„Við eigum ekki að þurfa lenda í því en það kemur. Við erum allir að læra ungir sem aldnir. Það var allt undir í dag. Ef við hefðum tapað hefði þetta verið búið.“

„Við erum að berjast fyrir land og þjóð,“ sagði Bjöggi sem sendi kveðju í Hafnarfjörðinn.

Hann segir að samvinna hans og Viktor Gísla sé til fyrirmyndar.

„Við erum að vinna mjög saman. Mér finnst ótrúlegt hvað hann er að gera með þessi vítaköst. Þetta eru stórar stundir í leiknum.“

„Allt kastljósið er á þér. Hann er frábær náungi og góður makker, Thomas er svo með okkur. Það er hægt að gera enn betur en ég er stoltur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×