Handbolti

Þjóðverjar köstuðu frá sér sigrinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christian Prokop, þjálfari Þjóðverja, trúði ekki sínum eigin augum í leikslok.
Christian Prokop, þjálfari Þjóðverja, trúði ekki sínum eigin augum í leikslok. vísir/epa

Króatía vann afar dramatískan sigur á Þýskalandi, 25-24, í síðasta leik dagsins í milliriðli I á EM 2020 í handbolta. Með sigrinum tryggði króatíska liðið sér sæti í undanúrslitum mótsins.

Þjóðverjar voru lengst af með undirtökin en Króatar voru sterkari þegar á reyndi.

Síðustu 13 og hálfu mínútu leiksins skoraði Þýskaland aðeins tvö mörk, bæði úr vítaköstum.

Igor Karacic skoraði sigurmark króatíska liðsins þegar ein og hálf mínúta var eftir. Hann skoraði alls sjö mörk og var markahæstur Króata. Domagoj Duvnjak skoraði fimm mörk og Luka Stepancic fjögur.

Philipp Weber, Timo Kastening, Tobias Reichmann og Uwe Gensheimer skoruðu fjögur mörk hver fyrir Þýskaland sem er í 3. sæti milliriðils I með tvö stig.

Króatía er með sex stig líkt og Spánn. Bæði lið eru komin í undanúrslit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×