Handbolti

Ungverjar unnu nauman sigur á Slóvenum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ungverjar fögnuðu naumum sigri á Slóveníu í dag.
Ungverjar fögnuðu naumum sigri á Slóveníu í dag. Vísir/Getty

Ungverjar lönduðu mikilvægum sigri á Slóvenum í milliriðli á EM í handbolta. Lokatölur 29-28 og Ungverjar því komnir með fjögur stig í milliriðlinum ásamt Slóvenum og Norðmönnum.

Leikurinn var frekar jafn framan af en Slóvenar náðu undirtökum eftir rúmlega 20 mínútur þegar þeir skoruðu þrjú mörk í röð og komust fjórum mörkum yfir. Þeir leiddu svo með þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 16-13.

Ungverjar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og minnkuðu muninn fljótt í aðeins eitt mark, jöfnuðu svo metin þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum og komust yfir skömmu síðar. Létu þeir forystuna aldrei af hendi og fór það svo að þeir unnu á endanum eins marks sigur. Lokatölur 29-28 Ungverjum í vil sem eru nú komnir með fjögur stig í milliriðlinum ásamt Slóveníu og Noregi.

Markahæstur Ungverja var Bence Banhidi með níu mörk. Hjá Ungverjum var Jure Dolenec með átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×