Fleiri fréttir Dalglish: Erfitt að útskýra þetta tap Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var á því að lukkan hefði gengið í lið með QPR í kvöld er liðið skellti Liverpool á ótrúlegan hátt. Eftir að hafa lent 0-2 undir skoraði QPR þrjú mörk á 13 mínútum og vann leikinn. 21.3.2012 22:34 Di Matteo: Vítaspyrnan var harður dómur Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, varð loksins að sætta sig við tap í kvöld er Chelsea sótti Man. City heim. 21.3.2012 22:26 Mancini: Tevez kann að spila fótbolta Maðurinn sem sagði að Carlos Tevez myndi aldrei aftur spila fyrir Man. City, stjórinn Roberto Mancini, gladdist með Argentínumanninum í kvöld en hann lagði upp sigurmark City gegn Chelsea. 21.3.2012 22:20 Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21.3.2012 15:49 Arsenal komið í þriðja sætið Arsenal komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með góðum útisigri á Everton. 21.3.2012 15:44 Alonso býst ekki við framförum í Malasíu Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, segist ekki gera ráð fyrir að komast mikið ofar í malasíska kappakstrinum en hann gerði í þeim ástralska. 21.3.2012 23:15 Napoli komið í úrslit bikarkeppninnar Það verða Juventus og Napoli sem mætast í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í ár en Napoli tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í kvöld. 21.3.2012 22:04 Jafntefli hjá Aroni og félögum Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City í kvöld er það tók á móti hans gamla félagi, Coventry City. 21.3.2012 21:44 Ekkert stöðvar Kiel | 25 sigrar í röð Það er sem fyrr ekkert lát á lygilegu gengi Íslendingaliðsins Kiel en það vann í kvöld sinn 25. leik í röð í þýsku úrvalsdeildinni. Að þessu sinni völtuðu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar yfir Melsungen. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark í leiknum fyrir Kiel. 21.3.2012 20:53 Íslensku strákarnir rólegir í léttum sigri AG AG Kaupmannahöfn vann fjórtán marka sigur á botnliði Lemvig-Thyborøn, 39-25 í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en AG var fyrir nokkru búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. AG náði því í 47 af 52 mögulegum stigum í umferðunum 26. 21.3.2012 18:53 Ronaldo getur tekið met af Púskas í kvöld Cristano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vantar nú aðeins tvö mörk í það að skora sitt hundraðasta deildarmark fyrir Real en Ronaldo sem er á þriðja tímabili með félaginu hefur skorað 98 mörk í 90 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Real Madrid mætir Villareal klukkan 20.30 í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 21.3.2012 18:45 Ágúst er þokkalega bjartsýnn fyrir leikina gegn Sviss Íslenska kvennalandsliðið handknattleik mætir á morgun liði Sviss í undankeppni EM og fer leikurinn fram í St.Gallen. Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn en segir að leikurinn verði mjög erfiður. Landsliðsþjálfarinn var í viðtali í Boltanum á X977 í dag. 21.3.2012 18:30 Gummi Ben: Forréttindi að vera uppi á sama tíma og Messi Lionel Andres Messi leikmaður Barcelona setti enn eitt metið í gær í fótboltanum þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona á Granada. Guðmundur Benediktsson var í viðtali í Boltanum á X-inu í dag og þar sagði hann meðal annars að þetta væri sýning á fjögurra daga fresti og að það væru forréttindi að fá að vera uppi á sama tíma og þessi mikli snillingur. 21.3.2012 17:45 Muamba þegar hann vaknaði úr dáinu: Töpuðum við? Það hefur leikið út hvað Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, sagði skömmu eftir að hann vaknaði úr dáinu. Muamba fékk hjartastopp í bikarleik Tottenham og Bolton um síðustu helgi og lengi var óttast um líf hans. Snögg viðbrögð sjúkraliða og læknis sem var staddur á White Hart Lane, björguðu lífi hans. 21.3.2012 17:15 Hank Haney gagnrýnir Tiger Woods í nýrri bók | ókurteis og nískur Hank Haney, fyrrum þjálfari golfstjörnunnar Tiger Woods, mun á allra næstu dögum gefa út bók sem fjallar að sjálfsögðu um samskipti þeirra á árum áður. Bókin kemur út á föstudaginn og ber hún nafnið "The Big Miss“. Úrdrættir úr bókinn hafa nú þegar vakið töluverða athygli en Haney dregur ekkert undan í frásögn sinni. 21.3.2012 16:45 Malmö fékk á sig tvö mörk í lokin og féll úr leik í Meistaradeildinni Sænska liðið LdB Malmö er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-0 tap á móti þýska liðinu 1. FFC Frankfurt í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar. Sænsku meistararnir héldu út á móti stórsókn þýska liðsins fram á 66. mínútu og það var farið að stefna í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk í lok leiksins. 21.3.2012 15:56 Ótrúlegur klaufagangur hjá Liverpool Liverpool kastaði frá sér unnum leik er það sótti QPR heim í kvöld. Eftir að hafa náð tveggja marka forskoti kom QPR til baka og kláraði leikinn með þrem mörkum á þrettán mínútum. 21.3.2012 15:46 Spurs stal stigi gegn Stoke Tottenham marði stig gegn Stoke City í kvöld með marki í uppbótartíma. Niðurstaðan engu að síður vonbrigði fyrir Spurs sem er heldur betur að fatast flugið. 21.3.2012 15:42 Tevez lagði upp sigurmark Man. City gegn Chelsea Það var mikil dramatík í Manchester í kvöld þegar Carlos Tevez snéri aftur og Chelsea kom í heimsókn. Tevez kom, sá og sigraði. 21.3.2012 15:40 Hundrað prósent árangur undir hjá bæði City og Chelsea í kvöld Manchester City og Chelsea mætast í ensku úrvalsdeildinni í stórleik kvöldsins og bíða margir spenntir eftir því hvernig City-menn bregðast við því að vera orðnir fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester United. Leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport 2 og Stöð2 Sport HD og hefst klukkan 19.45. 21.3.2012 15:30 Lele Hardy valin best - Ingi Þór besti þjálfarinn Körfuknattleikssambandið verðlaunaði í dag fyrir bestu frammistöðuna í umferðum 15 til 28 í Iceland Express deild kvenna. Njarðvíkingurinn Lele Hardy var kosin besti leikmaðurinn en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var valinn besti þjálfarinn. 21.3.2012 14:59 Vieira: Veikleikamerki hjá Man. United að þurfa að kalla á Scholes Patrick Vieira, yfirmaður þróunarmála hjá Manchester City, heldur því fram að endurkoma Paul Scholes inn í lið Manchester United sýni veikleikamerki á ensku meisturunum. Scholes lagði skóna á hilluna í vor en þó tók þá aftur fram í janúar. 21.3.2012 14:00 Sara og Þóra í beinni á Eurosport 2 Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir verða í eldlínunni í dag þegar sænska liðið LdB Malmö heimsækir 1. FFC Frankfurt í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 21.3.2012 13:30 Tröllatroðsla hjá Griner | ekki á hverjum degi sem kona treður í körfubolta Brittney Griner, leikmaður háskólakörfuboltaliðsins Baylor, gerði sér lítið fyrir og tróð boltanum í körfuna í leik í úrslitakeppni NCAA deildarinnar gegn Florida. Griner, sem er 2.02 m á hæð, er aðeins önnur konan í sögu háskólakörfuboltans sem nær að troða boltanum í úrslitakeppninni. Alls skoraði Griner 25 stig í leiknum og Baylor landaði 76-57 sigri. Þess má geta að körfuhringurinn er í 3.05 metra hæð frá gólfi. 21.3.2012 13:00 Hvað erum að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Það eru fimm leikir á dagskrá í kvöld á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og toppbaráttan á Englandi og Spáni er þar í aðalhlutverki. Fjórir leikir í ensku úrvalsdeildinni fara fram og þar eru flest af toppliðum deildarinnar að spila. Leikjum kvöldsins verður gerð góð skil í Sunnudagsmessunni sem er á dagskrá kl. 21:45 í kvöld. 21.3.2012 12:30 Jürgen Klopp ætlar sér ekki að taka við Chelsea Jürgen Klopp, þjálfari þýska meistaraliðsins Borussia Dortmund, segir að það sé mikill heiður að vera orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Klopp sagði í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina í gær að hann myndi afþakka tilboð frá Chelsea ef það bærist. 21.3.2012 11:45 Guardiola líkir Lionel Messi við Michael Jordan Pep Guardiola, þjálfari Spánar og Evrópumeistaraliðs Barcelona í fótbolta, líkir Lionel Messi leikmanni liðsins við körfuboltastjörnuna Michael Jordan. Argentínski framherjinn setti nýtt félagsmet í gærkvöld þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona gegn Granada. Hinn 24 ára gamli Messi hefur nú skorað 234 mörk fyrir Barcelona en gamla metið var í eigu Cesar Rodriguez, 232 mörk, sem hann skoraði um miðbik síðustu aldar. 21.3.2012 11:15 Rúrik Gíslason setur stefnuna hátt | viðtal úr Boltanum á X977 Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki. 21.3.2012 10:15 Muamba hefur sýnt ótrúlegar framfarir | Coyle er bjartsýnn Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, hefur sýnt ótrúlegar framfarir frá því hann fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, sagði við fréttamenn í gær að það væru einhverjar líkur á því að hinn 23 ára gamli Muamba gæti náð fyrri styrk á ný. 21.3.2012 09:45 New York tapar ekki undir stjórn Woodson | Lakers tapaði New York landaði góðum sigri, 106-87, á útivelli gegn Toronto í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði með þriggja stiga mun 107-104 á útivell gegn Houston. Meistaraefnin í Miami Heat lögðu Phoenix á heimvelli 99-96. Alls fóru sjö leikir fram í nótt í deildinni. 21.3.2012 09:00 Tevez verður líklega í hópnum hjá City Það fer fjöldi stórleikja fram í enska boltanum í kvöld en stærsti leikurinn er viðureign Man. City og Chelsea. Chelsea hefur verið á fínu flugi síðan Andre Villas-Boas var rekinn sem stjóri félagsins og Roberto Di Matteo tók við stjórnartaumunum. Að sama skapi hefur Man. City verið að gefa eftir og liðið hefur sérstaklega verið í vandræðum með að skora upp á síðkastið. 21.3.2012 07:00 Ferðuðust með rútu til Þýskalands Íslendingaliðið Malmö mætir þýska liðinu Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Þetta er seinni leikur liðanna en Malmö vann fyrri leikinn 1-0 með marki Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Þóra B. Helgadóttir átti einnig mjög góðan leik í marki Malmö og þær báðar verða báðar í byrjunarliði Malmö í dag. 21.3.2012 06:00 Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir í beinni á sama stað Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. 21.3.2012 19:45 Messi og kvennalandsliðið efst á baugi í Boltanum á X977 | í beinni 11-12 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik og Lionel Messi verða aðalumfjöllunarefnið í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum í dag en fjallað er um íþróttir alla virka daga á X-inu 977 á þessum tíma. Ágúst Guðmundsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins verður í viðtali í þættinum en Ísland mætir Sviss í tveimur leikjum í undankeppni EM um helgina. 21.3.2012 10:45 Manning ætlar sér strax stóra hluti hjá Broncos Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. 20.3.2012 23:30 Ross Brawn: Hin liðin fara frjálslega með reglur 20.3.2012 22:45 Juventus í bikarúrslit eftir framlengdan leik gegn AC Milan Tvö bestu lið ítalska boltans, Juventus og AC Milan, mættust í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld. Þetta var seinni leikur liðanna en Juventus vann fyrri leikinn á San Siro, 2-1. 20.3.2012 22:16 Jói Kalli í sigurliði hjá Huddersfield Jóhannes Karl Guðjónsson var sem fyrr í liði Huddersfield í kvöld en Huddersfield vann þá góðan útisigur á Chesterfield, 0-2. 20.3.2012 21:37 Löwen vann sterkan útisigur Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundssonar, er í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fínan útisigur, 29-30, á Göppingen í kvöld. 20.3.2012 21:22 Íslensku strákarnir fengu stig gegn Dönum Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum 17 ára og yngri gerði 2-2 jafntefli gegn Dönum í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í kvöld. Íslensku strákarnir jöfnuðu leikinn í tvígang en leikið var á Cappielow Park í Greenock í Skotlandi. 20.3.2012 21:11 Berlin gefur ekkert eftir í þýska boltanum Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, styrkti í kvöld stöðu sína í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann sigur á Gummersbach, 27-24. 20.3.2012 20:41 Jakob fór fyrir liði Sundsvall í góðum sigri Svíþjóðarmeistarar Sundsvall Dragons fóru vel af stað í úrslitakeppninni í kvöld er þeir unnu fyrsta leikinn gegn LF Basket, 88-80. 20.3.2012 20:09 Alexander þarf líklega að fara í aðgerð | ÓL í uppnámi hjá honum Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson, leikmaður Füchse Berlin, er enn ekki búinn að jafna sig af erfiðum axlarmeiðslum og er framhaldið hjá honum í óvissu. Alexander er með rifna sin í öxl og hefur verið frá af þeim sökum í sex vikur. Meiðslin hafa aftur á móti verið að plaga hann í mun lengri tíma. 20.3.2012 18:45 Messi með þrennu og vippaði sér í sögubækur Barcelona Það var vel við hæfi að Lionel Messi skildi vera aðalmaðurinn í 5-3 sigri Barcelona á Granada í kvöld. Messi skoraði tvö söguleg mörk í leiknum. Þessi ótrúlegi 24 ára Argentínumaður var aðeins einu marki frá því að jafna markamet Cesar Rodriguez í kvöld og hann náði að jafna metið í fyrri hálfleik. 20.3.2012 16:01 Mikilvægur sigur hjá Blackburn Blackburn reif sig aðeins frá liðunum í fallsætum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann afar mikilvægan heimasigur á Sunderland, 2-0. 20.3.2012 15:59 Sjá næstu 50 fréttir
Dalglish: Erfitt að útskýra þetta tap Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var á því að lukkan hefði gengið í lið með QPR í kvöld er liðið skellti Liverpool á ótrúlegan hátt. Eftir að hafa lent 0-2 undir skoraði QPR þrjú mörk á 13 mínútum og vann leikinn. 21.3.2012 22:34
Di Matteo: Vítaspyrnan var harður dómur Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, varð loksins að sætta sig við tap í kvöld er Chelsea sótti Man. City heim. 21.3.2012 22:26
Mancini: Tevez kann að spila fótbolta Maðurinn sem sagði að Carlos Tevez myndi aldrei aftur spila fyrir Man. City, stjórinn Roberto Mancini, gladdist með Argentínumanninum í kvöld en hann lagði upp sigurmark City gegn Chelsea. 21.3.2012 22:20
Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21.3.2012 15:49
Arsenal komið í þriðja sætið Arsenal komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með góðum útisigri á Everton. 21.3.2012 15:44
Alonso býst ekki við framförum í Malasíu Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, segist ekki gera ráð fyrir að komast mikið ofar í malasíska kappakstrinum en hann gerði í þeim ástralska. 21.3.2012 23:15
Napoli komið í úrslit bikarkeppninnar Það verða Juventus og Napoli sem mætast í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í ár en Napoli tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í kvöld. 21.3.2012 22:04
Jafntefli hjá Aroni og félögum Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City í kvöld er það tók á móti hans gamla félagi, Coventry City. 21.3.2012 21:44
Ekkert stöðvar Kiel | 25 sigrar í röð Það er sem fyrr ekkert lát á lygilegu gengi Íslendingaliðsins Kiel en það vann í kvöld sinn 25. leik í röð í þýsku úrvalsdeildinni. Að þessu sinni völtuðu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar yfir Melsungen. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark í leiknum fyrir Kiel. 21.3.2012 20:53
Íslensku strákarnir rólegir í léttum sigri AG AG Kaupmannahöfn vann fjórtán marka sigur á botnliði Lemvig-Thyborøn, 39-25 í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en AG var fyrir nokkru búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. AG náði því í 47 af 52 mögulegum stigum í umferðunum 26. 21.3.2012 18:53
Ronaldo getur tekið met af Púskas í kvöld Cristano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vantar nú aðeins tvö mörk í það að skora sitt hundraðasta deildarmark fyrir Real en Ronaldo sem er á þriðja tímabili með félaginu hefur skorað 98 mörk í 90 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Real Madrid mætir Villareal klukkan 20.30 í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 21.3.2012 18:45
Ágúst er þokkalega bjartsýnn fyrir leikina gegn Sviss Íslenska kvennalandsliðið handknattleik mætir á morgun liði Sviss í undankeppni EM og fer leikurinn fram í St.Gallen. Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn en segir að leikurinn verði mjög erfiður. Landsliðsþjálfarinn var í viðtali í Boltanum á X977 í dag. 21.3.2012 18:30
Gummi Ben: Forréttindi að vera uppi á sama tíma og Messi Lionel Andres Messi leikmaður Barcelona setti enn eitt metið í gær í fótboltanum þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona á Granada. Guðmundur Benediktsson var í viðtali í Boltanum á X-inu í dag og þar sagði hann meðal annars að þetta væri sýning á fjögurra daga fresti og að það væru forréttindi að fá að vera uppi á sama tíma og þessi mikli snillingur. 21.3.2012 17:45
Muamba þegar hann vaknaði úr dáinu: Töpuðum við? Það hefur leikið út hvað Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, sagði skömmu eftir að hann vaknaði úr dáinu. Muamba fékk hjartastopp í bikarleik Tottenham og Bolton um síðustu helgi og lengi var óttast um líf hans. Snögg viðbrögð sjúkraliða og læknis sem var staddur á White Hart Lane, björguðu lífi hans. 21.3.2012 17:15
Hank Haney gagnrýnir Tiger Woods í nýrri bók | ókurteis og nískur Hank Haney, fyrrum þjálfari golfstjörnunnar Tiger Woods, mun á allra næstu dögum gefa út bók sem fjallar að sjálfsögðu um samskipti þeirra á árum áður. Bókin kemur út á föstudaginn og ber hún nafnið "The Big Miss“. Úrdrættir úr bókinn hafa nú þegar vakið töluverða athygli en Haney dregur ekkert undan í frásögn sinni. 21.3.2012 16:45
Malmö fékk á sig tvö mörk í lokin og féll úr leik í Meistaradeildinni Sænska liðið LdB Malmö er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-0 tap á móti þýska liðinu 1. FFC Frankfurt í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar. Sænsku meistararnir héldu út á móti stórsókn þýska liðsins fram á 66. mínútu og það var farið að stefna í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk í lok leiksins. 21.3.2012 15:56
Ótrúlegur klaufagangur hjá Liverpool Liverpool kastaði frá sér unnum leik er það sótti QPR heim í kvöld. Eftir að hafa náð tveggja marka forskoti kom QPR til baka og kláraði leikinn með þrem mörkum á þrettán mínútum. 21.3.2012 15:46
Spurs stal stigi gegn Stoke Tottenham marði stig gegn Stoke City í kvöld með marki í uppbótartíma. Niðurstaðan engu að síður vonbrigði fyrir Spurs sem er heldur betur að fatast flugið. 21.3.2012 15:42
Tevez lagði upp sigurmark Man. City gegn Chelsea Það var mikil dramatík í Manchester í kvöld þegar Carlos Tevez snéri aftur og Chelsea kom í heimsókn. Tevez kom, sá og sigraði. 21.3.2012 15:40
Hundrað prósent árangur undir hjá bæði City og Chelsea í kvöld Manchester City og Chelsea mætast í ensku úrvalsdeildinni í stórleik kvöldsins og bíða margir spenntir eftir því hvernig City-menn bregðast við því að vera orðnir fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester United. Leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport 2 og Stöð2 Sport HD og hefst klukkan 19.45. 21.3.2012 15:30
Lele Hardy valin best - Ingi Þór besti þjálfarinn Körfuknattleikssambandið verðlaunaði í dag fyrir bestu frammistöðuna í umferðum 15 til 28 í Iceland Express deild kvenna. Njarðvíkingurinn Lele Hardy var kosin besti leikmaðurinn en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var valinn besti þjálfarinn. 21.3.2012 14:59
Vieira: Veikleikamerki hjá Man. United að þurfa að kalla á Scholes Patrick Vieira, yfirmaður þróunarmála hjá Manchester City, heldur því fram að endurkoma Paul Scholes inn í lið Manchester United sýni veikleikamerki á ensku meisturunum. Scholes lagði skóna á hilluna í vor en þó tók þá aftur fram í janúar. 21.3.2012 14:00
Sara og Þóra í beinni á Eurosport 2 Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir verða í eldlínunni í dag þegar sænska liðið LdB Malmö heimsækir 1. FFC Frankfurt í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 21.3.2012 13:30
Tröllatroðsla hjá Griner | ekki á hverjum degi sem kona treður í körfubolta Brittney Griner, leikmaður háskólakörfuboltaliðsins Baylor, gerði sér lítið fyrir og tróð boltanum í körfuna í leik í úrslitakeppni NCAA deildarinnar gegn Florida. Griner, sem er 2.02 m á hæð, er aðeins önnur konan í sögu háskólakörfuboltans sem nær að troða boltanum í úrslitakeppninni. Alls skoraði Griner 25 stig í leiknum og Baylor landaði 76-57 sigri. Þess má geta að körfuhringurinn er í 3.05 metra hæð frá gólfi. 21.3.2012 13:00
Hvað erum að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Það eru fimm leikir á dagskrá í kvöld á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og toppbaráttan á Englandi og Spáni er þar í aðalhlutverki. Fjórir leikir í ensku úrvalsdeildinni fara fram og þar eru flest af toppliðum deildarinnar að spila. Leikjum kvöldsins verður gerð góð skil í Sunnudagsmessunni sem er á dagskrá kl. 21:45 í kvöld. 21.3.2012 12:30
Jürgen Klopp ætlar sér ekki að taka við Chelsea Jürgen Klopp, þjálfari þýska meistaraliðsins Borussia Dortmund, segir að það sé mikill heiður að vera orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Klopp sagði í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina í gær að hann myndi afþakka tilboð frá Chelsea ef það bærist. 21.3.2012 11:45
Guardiola líkir Lionel Messi við Michael Jordan Pep Guardiola, þjálfari Spánar og Evrópumeistaraliðs Barcelona í fótbolta, líkir Lionel Messi leikmanni liðsins við körfuboltastjörnuna Michael Jordan. Argentínski framherjinn setti nýtt félagsmet í gærkvöld þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona gegn Granada. Hinn 24 ára gamli Messi hefur nú skorað 234 mörk fyrir Barcelona en gamla metið var í eigu Cesar Rodriguez, 232 mörk, sem hann skoraði um miðbik síðustu aldar. 21.3.2012 11:15
Rúrik Gíslason setur stefnuna hátt | viðtal úr Boltanum á X977 Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki. 21.3.2012 10:15
Muamba hefur sýnt ótrúlegar framfarir | Coyle er bjartsýnn Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, hefur sýnt ótrúlegar framfarir frá því hann fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, sagði við fréttamenn í gær að það væru einhverjar líkur á því að hinn 23 ára gamli Muamba gæti náð fyrri styrk á ný. 21.3.2012 09:45
New York tapar ekki undir stjórn Woodson | Lakers tapaði New York landaði góðum sigri, 106-87, á útivelli gegn Toronto í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði með þriggja stiga mun 107-104 á útivell gegn Houston. Meistaraefnin í Miami Heat lögðu Phoenix á heimvelli 99-96. Alls fóru sjö leikir fram í nótt í deildinni. 21.3.2012 09:00
Tevez verður líklega í hópnum hjá City Það fer fjöldi stórleikja fram í enska boltanum í kvöld en stærsti leikurinn er viðureign Man. City og Chelsea. Chelsea hefur verið á fínu flugi síðan Andre Villas-Boas var rekinn sem stjóri félagsins og Roberto Di Matteo tók við stjórnartaumunum. Að sama skapi hefur Man. City verið að gefa eftir og liðið hefur sérstaklega verið í vandræðum með að skora upp á síðkastið. 21.3.2012 07:00
Ferðuðust með rútu til Þýskalands Íslendingaliðið Malmö mætir þýska liðinu Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Þetta er seinni leikur liðanna en Malmö vann fyrri leikinn 1-0 með marki Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Þóra B. Helgadóttir átti einnig mjög góðan leik í marki Malmö og þær báðar verða báðar í byrjunarliði Malmö í dag. 21.3.2012 06:00
Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir í beinni á sama stað Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. 21.3.2012 19:45
Messi og kvennalandsliðið efst á baugi í Boltanum á X977 | í beinni 11-12 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik og Lionel Messi verða aðalumfjöllunarefnið í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum í dag en fjallað er um íþróttir alla virka daga á X-inu 977 á þessum tíma. Ágúst Guðmundsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins verður í viðtali í þættinum en Ísland mætir Sviss í tveimur leikjum í undankeppni EM um helgina. 21.3.2012 10:45
Manning ætlar sér strax stóra hluti hjá Broncos Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. 20.3.2012 23:30
Juventus í bikarúrslit eftir framlengdan leik gegn AC Milan Tvö bestu lið ítalska boltans, Juventus og AC Milan, mættust í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld. Þetta var seinni leikur liðanna en Juventus vann fyrri leikinn á San Siro, 2-1. 20.3.2012 22:16
Jói Kalli í sigurliði hjá Huddersfield Jóhannes Karl Guðjónsson var sem fyrr í liði Huddersfield í kvöld en Huddersfield vann þá góðan útisigur á Chesterfield, 0-2. 20.3.2012 21:37
Löwen vann sterkan útisigur Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundssonar, er í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fínan útisigur, 29-30, á Göppingen í kvöld. 20.3.2012 21:22
Íslensku strákarnir fengu stig gegn Dönum Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum 17 ára og yngri gerði 2-2 jafntefli gegn Dönum í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í kvöld. Íslensku strákarnir jöfnuðu leikinn í tvígang en leikið var á Cappielow Park í Greenock í Skotlandi. 20.3.2012 21:11
Berlin gefur ekkert eftir í þýska boltanum Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, styrkti í kvöld stöðu sína í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann sigur á Gummersbach, 27-24. 20.3.2012 20:41
Jakob fór fyrir liði Sundsvall í góðum sigri Svíþjóðarmeistarar Sundsvall Dragons fóru vel af stað í úrslitakeppninni í kvöld er þeir unnu fyrsta leikinn gegn LF Basket, 88-80. 20.3.2012 20:09
Alexander þarf líklega að fara í aðgerð | ÓL í uppnámi hjá honum Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson, leikmaður Füchse Berlin, er enn ekki búinn að jafna sig af erfiðum axlarmeiðslum og er framhaldið hjá honum í óvissu. Alexander er með rifna sin í öxl og hefur verið frá af þeim sökum í sex vikur. Meiðslin hafa aftur á móti verið að plaga hann í mun lengri tíma. 20.3.2012 18:45
Messi með þrennu og vippaði sér í sögubækur Barcelona Það var vel við hæfi að Lionel Messi skildi vera aðalmaðurinn í 5-3 sigri Barcelona á Granada í kvöld. Messi skoraði tvö söguleg mörk í leiknum. Þessi ótrúlegi 24 ára Argentínumaður var aðeins einu marki frá því að jafna markamet Cesar Rodriguez í kvöld og hann náði að jafna metið í fyrri hálfleik. 20.3.2012 16:01
Mikilvægur sigur hjá Blackburn Blackburn reif sig aðeins frá liðunum í fallsætum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann afar mikilvægan heimasigur á Sunderland, 2-0. 20.3.2012 15:59