Manning ætlar sér strax stóra hluti hjá Broncos 20. mars 2012 23:30 Manning með forseta og varaforseta Denver Broncos. Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. "Ég er mjög spenntur fyrir því að hefja næsta kafla í mínu lífi. Þetta félag ætlar sér að vinna. Ekki eftir tvö eða þrjú ár heldur strax. Við munum reyna við titilinn strax á næsta tímabili," sagði Manning á blaðamannafundinum í kvöld. Manning fór víða og skoðaði aðstæður hjá nokkrum liðum áður en hann tók ákvörðun. Læknar liðanna fengu einnig að skoða hann enda hefur Manning farið í þrjár hálsaðgerðir á einu ári. Hann kastaði síðan fyrir liðin og sagðist hafa verið fullkomlega heiðarlegur með hvað hann gæti og hvað hann gæti ekki. "Mér leið strax vel hér hjá Denver. Þetta er rétti staðurinn fyrir mig. Það mun taka tíma að venjast hlutunum og ég þarf að vinna í mínum málum. Þarf að komast í form og verða góður af meiðslunum. Sú vinna hefst strax." John Elway, varaforseti Broncos, sagði ekki ljóst hvort leikstjórnandinn efnilegi, Tim Tebow, færi frá félaginu þar sem Manning er kominn. "Við erum að skoða það mál og höfum ekki rætt við nein lið um að skipta á honum. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna," sagði Elway en hvernig tók Tebow tíðindunum af því að Manning væri að koma? "Tim er ótrúlegur drengur. Ef ég mætti velja mann til þess að giftast dóttur minni þá væri það hann. Tm tók tíðindunum ótrúlega vel. Sagði að þetta væri jú Manning og hann skildi því vel hvað við værum að gera. Hann er ótrúlegur drengur sem sér alltaf það jákvæða í lífinu." Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá blaðamannafundi Manning í kvöld. NFL Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. "Ég er mjög spenntur fyrir því að hefja næsta kafla í mínu lífi. Þetta félag ætlar sér að vinna. Ekki eftir tvö eða þrjú ár heldur strax. Við munum reyna við titilinn strax á næsta tímabili," sagði Manning á blaðamannafundinum í kvöld. Manning fór víða og skoðaði aðstæður hjá nokkrum liðum áður en hann tók ákvörðun. Læknar liðanna fengu einnig að skoða hann enda hefur Manning farið í þrjár hálsaðgerðir á einu ári. Hann kastaði síðan fyrir liðin og sagðist hafa verið fullkomlega heiðarlegur með hvað hann gæti og hvað hann gæti ekki. "Mér leið strax vel hér hjá Denver. Þetta er rétti staðurinn fyrir mig. Það mun taka tíma að venjast hlutunum og ég þarf að vinna í mínum málum. Þarf að komast í form og verða góður af meiðslunum. Sú vinna hefst strax." John Elway, varaforseti Broncos, sagði ekki ljóst hvort leikstjórnandinn efnilegi, Tim Tebow, færi frá félaginu þar sem Manning er kominn. "Við erum að skoða það mál og höfum ekki rætt við nein lið um að skipta á honum. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna," sagði Elway en hvernig tók Tebow tíðindunum af því að Manning væri að koma? "Tim er ótrúlegur drengur. Ef ég mætti velja mann til þess að giftast dóttur minni þá væri það hann. Tm tók tíðindunum ótrúlega vel. Sagði að þetta væri jú Manning og hann skildi því vel hvað við værum að gera. Hann er ótrúlegur drengur sem sér alltaf það jákvæða í lífinu." Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá blaðamannafundi Manning í kvöld.
NFL Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti