Fleiri fréttir Mancini vill betra og nákvæmara eftirlit Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City segir að gera þurfi breytingar á eftirliti með heilsufari leikmanna hjá enskum félagsliðum. Mancini var sjálfur undrandi á þeim aðferðum sem notaðar voru á Englandi þegar hann kom til Man City fyrir tveimur árum. Ítalinn er á þeirri skoðun að leikmenn eigi að fara í tvær ítarlegar heilsufarsskoðanir á hverju ári. 20.3.2012 14:15 Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Þýski handboltinn, Spánarspark og enski boltinn eru í boði á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá. Íslendingaliðið Füchse Berlin tekur á móti Gummersbach í þýska handboltanum og Argentínumaðurinn Lionel Messi gæti jafnað og bætt markametið hjá Barcelona á Spáni. 20.3.2012 13:30 Antoine Walker seldi meistarahringinn | skuldar samt um 1,5 milljarða kr. Antoine Walker, sem á sínum tíma var eitt af stóru nöfnunum í NBA deildinni í körfubolta, er það miklum peningavandræðum að hann hefur nú selt verðlaunagripinn sem hann fékk þegar hann varð NBA meistari með Miami Heat árið 2006. Allir leikmenn sem vinna NBA deildina fá glæsilega meistarhring og seldi Walker hringinn fyrir um 2,5 milljónir kr. 20.3.2012 12:45 Jürgen Klopp þjálfari Dortmund orðaður við Chelsea Jürgen Klopp, þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund, er í dag nefndur til sögunnar sem einn af þeim sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri enska stórliðsins Chelsea. Hinn 44 ára gamli Þjóðverji er samkvæmt heimildum Sportsmail ofarlega á óskalistanum hjá Roman Abramovich eiganda Chelsea. 20.3.2012 12:00 Bætir Messi markametið hjá Barcelona? | bein útsending í kvöld Lionel Messi er í þeirri aðstöðu að geta jafnað og bætt markametið hjá spænska stórliðinu Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Granada í deildarkeppninni. Argentínumaðurinn hefur skorað 231 mark fyrir félagið en félagsmetið er í eigu Cesar Rodriguez sem skoraði 232 mörk á sínum ferli. Leikur Barcelona og Granada verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst leikurinn kl. 20.00. 20.3.2012 11:30 2 vikur í opnun! Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur í opnun margra vinsælla veiðivatna og má sjá lista yfir þau hér fyrir neðan. Með hækkandi sól eykst spenningurinn hjá veiðimönnum og margir langt komnir með að hnýta flugur fyrir sumarið. Vinsælustu vorveiðivötnin hafa verið Vífilsstaðavatn og Meðalfellsvatn. 20.3.2012 10:19 Opna fyrir veiði í ósasvæði Laxá í Ásum Félagið Salmon tails, sem er leigutaki Laxár á Ásum og Mýrarkvíslar er að kynna ansi spennandi nýjung, eða ósasvæði Laxár á Ásum sem liggur að hluta andspænis hinu rómaða silungasvæði Vatnsdalsár. 20.3.2012 10:17 Volvo stólar á Jeremy Lin Jeremy Lin, leikstjórnandi NBA liðsins New York Knicks, var óþekkt nafn í heiminum fyrir aðeins nokkrum vikum. Það hefur heldur betur breyst eftir að nýliðinn kom inn í NBA deildina með þvílíkum látum sem varaskeifa hjá New York Knicks. Lin er sjóðheitt "vörumerki“ og hann hefur nú landað risaauglýsingasamningi hjá bifreiðaframleiðandanum Volvo. 20.3.2012 10:15 Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Þann 22 mars verður fræðslunefndin í samstarfi við Guttorm P. Einarsson með kynningu á Þingvallavatni. Guttormur er veiðimaður til tugi ára hefur ódrepandi áhuga á fluguveiði í vötnum og á lífríkinu í kringum vötnin. Kynningin verður í sal SVFR og hefst kl.20:00 20.3.2012 10:14 Muamba spurði um son sinn | er á batavegi en ástandið er alvarlegt Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er á hægum batavegi eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Hinn 23 ára gamli Muamba er enn í lífshættu en hann hefur m.a. rætt við fjölskyldu sína á gjörgæsludeildinni og hann spurði um son sinn skömmu eftir að hann fékk meðvitund á ný. 20.3.2012 09:45 Chicago rúllaði yfir Orlando á útivelli | Boston lagði Atlanta Ray Allen skoraði tvær þriggja stiga körfur í fjórða leikhluta í 79-76 sigri Boston á útivelli gegn Atlanta í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Allen skoraði 19 stig alls í leiknum. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Carlos Boozer skoraði 24 stig fyrir Chicago í 85-59 sigri liðsins gegn Orlando á útivelli. 20.3.2012 09:00 Geir Ólafs í júdóið | Bjarni bronsmaður segir hann vera öflugan Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er marghamur maður. Hann hefur nú skipt jakkafötunum út fyrir júdóbúning og mun glíma á Íslandsmótinu í júdó um næstu helgi. Hann æfir undir handleiðslu bronsmannsins frá ÓL í Los Angeles, Bjarna Friðrikssonar, sem segir Geir vera öflugan júdókappa sem kveinki sér ekki. 20.3.2012 07:00 Haukar unnu í Digranesi - myndir Haukar komust aftur á topp N1-deildar karla í gærkvöld er liðið lagði HK í Digranesi. Á sama tíma tapaði FH á Akureyri og missti þar með toppsætið í hendur nágranna sinna. 20.3.2012 06:00 Rúrik Gíslason í viðtali í Boltanum á X977 Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason, sem leikur með OB í Danmörku, verður í viðtali í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum í dag en fjallað er um íþróttir alla virka daga á X-inu 977 á þessum tíma. Sigurðu Enoksson formaður Arsenal-klúbbsins á Íslandi verður einnig í spjalli. 20.3.2012 10:30 Red Bulls hefur meiri áhuga á Ireland en Ballack Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack hefur ákveðið að spila í Bandaríkjunum í sumar og skrifa þar lokakaflann í glæsta knattspyrnusögu sína. Ballack sjálfur hefur mestan áhuga á því að ganga í raðir NY Red Bulls, sem Guðlaugur Victor Pálsson og Thierry Henry spila með, en félagið virðist aftur á móti ekki hafa mikinn áhuga á Þjóðverjanum. 19.3.2012 23:30 Derek Fisher laus allra mála hjá Houston | hvaða lið vill fá hann? Derek Fisher mun ekki leika með Houston Rockets í NBA deildinni en hann var sendur til liðsins á dögunum í leikmannaskiptum. Hinn 37 ára gamli bakvörður var í herbúðum LA Lakers í 13 ár en hann hefur nú komist að samkomulagi við Houston að kaupa upp samning sinn við félagið og getur hann samið við hvaða lið sem er. 19.3.2012 23:00 Leik Tottenham og Stoke verður ekki frestað Leikur Tottenham og Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu mun fara fram á miðvikudaginn eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Margir af leikmönnum Tottenham voru mjög miður sín eftir leik liðsins gegn Bolton í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem að Fabrice Muamba leikmaður Bolton fékk hjartaáfall. 19.3.2012 22:30 Fram lagði botnlið Gróttu Eftir dapran fyrri hálfleik rifu Framarar sig upp í þeim síðari og lögðu botnlið Gróttu af velli með þriggja marka mun, 23-26. 19.3.2012 21:58 Úrslit kvöldsins í Iceland Express-deild karla Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Þar unnu Grindavík, Keflavík og Þór Þorlákshöfn öll sigra. 19.3.2012 21:04 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-26 Akureyri vann góðan og sannfærandi sigur á FH í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-26 sem var síst of stórt. 19.3.2012 18:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 24-20 Valsmenn unnu í kvöld fjögurra marka heimasigur, 24-20 á Aftureldingu í N1 deildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og virkuðu bæði lið frekar áhugalaus í leiknum. Sigurinn er þó kærkominn Valsmönnum enda eygja þeir ennþá litla von á sæti í úrslitakeppninni. Þeir þurfa þó að klára síðustu tvo leiki sína í deildinni ásamt því að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. 19.3.2012 16:25 Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 20-26 Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu. 19.3.2012 16:23 Maldonado: Stóru liðin ekki langt undan Pastor Maldonado segir liðs sitt ekki vera langt á eftir stóru liðunum. Árangur og hraði Maldonado í Williams-Renault bílnum kom mjög á óvart. 19.3.2012 20:00 Button hafnar fingri Vettels 19.3.2012 17:59 Suarez vill skrifa undir nýja samning Luis Suarez framherji enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hefur ekki alltaf átt rólega daga á Englandi frá því hann kom til liðsins frá Ajax í Hollandi. Landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ hefur verið orðaður við mörg lið og töldu margir að hann myndi ekki ná sér á strik í ensku knattspyrnunni á ný eftir 8 leikja keppnisbann sem margfrægt er orðið. Suarez ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir mótlætið og hefur hann ekki hug á því að yfirgefa Liverpool. 19.3.2012 17:15 Manning ætlar til Denver | Tebow líklega á förum Leikstjórnandinn Peyton Manning hefur ákveðið að semja við Denver Broncos. Manning hefur verið án samnings síðan hann var leystur undan samningi við Indianapolis Colts í upphafi mánaðarins. 19.3.2012 16:51 Muamba sýnir framfarir | berst enn fyrir lífi sínu Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er enn í lífshættu eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham á laugardaginn. Bolton sendi hinsvegar frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem kemur fram að hinn 23 ára gamli Muamba hafi sýnt framfarir á undanförnum klukkustundum. 19.3.2012 16:30 Di Matteo: Ég vann ekki á bak við tjöldin gegn Villas-Boas Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hann hafi ekki unnið að því á bak við tjöldin að koma Andre Villas-Boas frá félaginu. Di Matteo tók við enska úrvalsdeildarliðinu eftir að Villas-Boas var rekinn og töldu margir að Di Matteo hafi átt sinn þátt í því að Portúgalinn var rekinn. 19.3.2012 15:45 Federer ætlar að ná efsta sæti heimslistans á ný Tenniskappinn Roger Federer hefur ekki sigrað á stórmóti í tennis frá því hann vann opna ástralska meistaramótið árið 2010. Það er of langur tími að mati Federer sem sigraði á Indian Wells meistaramótinu um helgina. 19.3.2012 15:00 Heil umferð í N1 deild karla í kvöld | spennan magnast Heil umferð er í N1 deild karla í kvöld og hefjast allir leikirnir kl. 19.30, nema leikur Akureyrar og Íslandsmeistaraliðs FH sem hefst kl. 19.00. Það styttist í að úrslitakeppnin hefjist en aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Næst síðasta umferðin fer fram á fimmtudag og lokaumferðin fer fram 29. mars. Þrír leikir verða í beinni textalýsingu á Boltavaktinni á Vísi. 19.3.2012 14:15 Ferguson vill fá meiri hraða í lið Man Utd | umboðsmaður Berbatov tjáir sig Hinn 31 árs gamli framherji Dimitar Berbatov skoraði 20 mörk á síðasta tímabili fyrir Englandsmeistaralið Manchester United. Búlgarinn hefur þrátt fyrir það ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Man Utd og er hann á förum frá liðinu í sumar. Umboðsmaður Berbatov segir að Sir Alex Ferguson ætli sér að breyta um leikstíl hjá Man Utd á næstu árum og Berbatov hafi ekki passað inn í þau plön. 19.3.2012 13:30 Feðgar dæma saman í fyrsta sinn í úrvalsdeild Kristinn Óskarsson og sonur hans Ísak Ernir Kristinsson dæma saman leik í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist á Íslandi. Leikurinn sem þeir feðgar dæma er viðureign Þórs úr Þórlákshöfn og Vals. 19.3.2012 12:45 Sjáðu mörkin hjá Gylfa | allt það helsta úr enska boltanum á Vísi Fjórir leikir fóru fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þar var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson áberandi en hann skoraði tvívegis í 3-0 sigri Swansea á útivelli gegn Fulham. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi. 19.3.2012 12:00 Rúrik með gríðarlega stóra kúlu á höfðinu eftir skallaeinvígi Íslenski landsliðsframherjinn Rúrik Gíslason fékk gríðarlegt höfuðhögg í leik OB og Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Rúrik og Jeppe Brandrup leikmaður Lyngby skullu saman í baráttunni um boltann og fékk Rúrik gríðarlega kúlu á vinstra gagnaugað eins og sjá má á myndinni. 19.3.2012 11:45 Þekktur hjartalæknir hljóp úr stúkunni til að bjarga Muamba Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, berst enn fyrir lífi sínu á gjörgæslu á hjartadeild á sjúkrahúsi í London. Hjartað í hinum 23 ára gamli Muamba hætti að slá í miðjum bikarleik gegn Tottenham á laugardaginn og hófust endurlífgunartilraunir strax á vellinum. Einn þekktasti hjartasérfræðingu Bretlands, Dr. Andrew Deaner, var á meðal áhorfenda á White Hart Lane og hann fór strax út á völlinn til þess að aðstoða þegar hann sá í hvað stefndi. 19.3.2012 11:15 Klinsmann neitar því að vera á leið til Tottenham Jürgen Klinsmann, fyrrum framherji þýska landsliðsins í fótbolta og enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, segir að hann hafi ekki hug á því að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Tottenham. 19.3.2012 10:45 Muamba liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu Fabrice Muamba leikmaður Bolton liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti að slá í bikarleiknum gegn Tottenham á laugardag. Ástand hins 23 ára gamla Muamba er enn alvarlegt og er hann í öndunarvél á sjúkrahúsi í London. 19.3.2012 10:15 Donald náði efsta sæti heimlistans á ný Enski kylfingurinn Luke Donald endurheimti efsta sæti heimslistans í golfi með því að sigra á Transitions meistaramótinu á PGA mótaröðinn í gær. 19.3.2012 09:45 NBA: Miami lagði Orlando | Lakers tapaði á heimavelli Dwyane Wade skoraði 14 af alls 31 stigum sínum í fjórða leikhluta í 91-81 sigri Miami Heat gegn Orlando Magic í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 13 heimaleiki í röð. LeBron James skoraði 14 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. 19.3.2012 09:00 Guðjón Þórðar um Gylfa: Fer í eitt af stóru liðunum Guðjón Þórðarson gaf Gylfa Þór Sigurðssyni fyrsta alvöru tækifærið í enska boltanum þegar hann var stjóri Crewe 2008-09 og sá strax hvað bjó í stráknum. Gylfi fór á kostum um helgina og skoraði tvisvar í 3-0 sigri Swansea á Fulham. 19.3.2012 08:00 Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr "Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. 19.3.2012 07:30 Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19.3.2012 07:00 Bara gott að hiksta aðeins Keflavíkurkonur tóku við deildarmeistaratitlinum eftir öruggan 73-40 sigur á KR í lokaumferðinni á laugardaginn. Þá kom einnig í ljós að Keflavík fær Hauka í undanúrslitum úrslitakeppninnar en Njarðvík glímir við Snæfell. 19.3.2012 06:00 Sigurgöngu Real Madrid lauk í kvöld | gerðu jafntefli við Málaga Real Madrid og Malaga gerðu 1-1 jafntefli í kvöld en leikurinn fór fram á Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Malaga náði að jafna metinn þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma. 18.3.2012 20:00 Independent um Gylfa: Sá renglulegi öðlast glæsileika þegar hann fær boltann við tærnar Blaðamaður Independent-blaðsins fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson í umfjöllun sinni um 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gylfi skoraði tvö fyrstu mörk Swansea og Patrick Barcklay valdi hann að sjálfsögðu mann leiksins. 18.3.2012 23:30 Sjá næstu 50 fréttir
Mancini vill betra og nákvæmara eftirlit Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City segir að gera þurfi breytingar á eftirliti með heilsufari leikmanna hjá enskum félagsliðum. Mancini var sjálfur undrandi á þeim aðferðum sem notaðar voru á Englandi þegar hann kom til Man City fyrir tveimur árum. Ítalinn er á þeirri skoðun að leikmenn eigi að fara í tvær ítarlegar heilsufarsskoðanir á hverju ári. 20.3.2012 14:15
Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Þýski handboltinn, Spánarspark og enski boltinn eru í boði á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá. Íslendingaliðið Füchse Berlin tekur á móti Gummersbach í þýska handboltanum og Argentínumaðurinn Lionel Messi gæti jafnað og bætt markametið hjá Barcelona á Spáni. 20.3.2012 13:30
Antoine Walker seldi meistarahringinn | skuldar samt um 1,5 milljarða kr. Antoine Walker, sem á sínum tíma var eitt af stóru nöfnunum í NBA deildinni í körfubolta, er það miklum peningavandræðum að hann hefur nú selt verðlaunagripinn sem hann fékk þegar hann varð NBA meistari með Miami Heat árið 2006. Allir leikmenn sem vinna NBA deildina fá glæsilega meistarhring og seldi Walker hringinn fyrir um 2,5 milljónir kr. 20.3.2012 12:45
Jürgen Klopp þjálfari Dortmund orðaður við Chelsea Jürgen Klopp, þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund, er í dag nefndur til sögunnar sem einn af þeim sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri enska stórliðsins Chelsea. Hinn 44 ára gamli Þjóðverji er samkvæmt heimildum Sportsmail ofarlega á óskalistanum hjá Roman Abramovich eiganda Chelsea. 20.3.2012 12:00
Bætir Messi markametið hjá Barcelona? | bein útsending í kvöld Lionel Messi er í þeirri aðstöðu að geta jafnað og bætt markametið hjá spænska stórliðinu Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Granada í deildarkeppninni. Argentínumaðurinn hefur skorað 231 mark fyrir félagið en félagsmetið er í eigu Cesar Rodriguez sem skoraði 232 mörk á sínum ferli. Leikur Barcelona og Granada verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst leikurinn kl. 20.00. 20.3.2012 11:30
2 vikur í opnun! Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur í opnun margra vinsælla veiðivatna og má sjá lista yfir þau hér fyrir neðan. Með hækkandi sól eykst spenningurinn hjá veiðimönnum og margir langt komnir með að hnýta flugur fyrir sumarið. Vinsælustu vorveiðivötnin hafa verið Vífilsstaðavatn og Meðalfellsvatn. 20.3.2012 10:19
Opna fyrir veiði í ósasvæði Laxá í Ásum Félagið Salmon tails, sem er leigutaki Laxár á Ásum og Mýrarkvíslar er að kynna ansi spennandi nýjung, eða ósasvæði Laxár á Ásum sem liggur að hluta andspænis hinu rómaða silungasvæði Vatnsdalsár. 20.3.2012 10:17
Volvo stólar á Jeremy Lin Jeremy Lin, leikstjórnandi NBA liðsins New York Knicks, var óþekkt nafn í heiminum fyrir aðeins nokkrum vikum. Það hefur heldur betur breyst eftir að nýliðinn kom inn í NBA deildina með þvílíkum látum sem varaskeifa hjá New York Knicks. Lin er sjóðheitt "vörumerki“ og hann hefur nú landað risaauglýsingasamningi hjá bifreiðaframleiðandanum Volvo. 20.3.2012 10:15
Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Þann 22 mars verður fræðslunefndin í samstarfi við Guttorm P. Einarsson með kynningu á Þingvallavatni. Guttormur er veiðimaður til tugi ára hefur ódrepandi áhuga á fluguveiði í vötnum og á lífríkinu í kringum vötnin. Kynningin verður í sal SVFR og hefst kl.20:00 20.3.2012 10:14
Muamba spurði um son sinn | er á batavegi en ástandið er alvarlegt Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er á hægum batavegi eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Hinn 23 ára gamli Muamba er enn í lífshættu en hann hefur m.a. rætt við fjölskyldu sína á gjörgæsludeildinni og hann spurði um son sinn skömmu eftir að hann fékk meðvitund á ný. 20.3.2012 09:45
Chicago rúllaði yfir Orlando á útivelli | Boston lagði Atlanta Ray Allen skoraði tvær þriggja stiga körfur í fjórða leikhluta í 79-76 sigri Boston á útivelli gegn Atlanta í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Allen skoraði 19 stig alls í leiknum. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Carlos Boozer skoraði 24 stig fyrir Chicago í 85-59 sigri liðsins gegn Orlando á útivelli. 20.3.2012 09:00
Geir Ólafs í júdóið | Bjarni bronsmaður segir hann vera öflugan Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er marghamur maður. Hann hefur nú skipt jakkafötunum út fyrir júdóbúning og mun glíma á Íslandsmótinu í júdó um næstu helgi. Hann æfir undir handleiðslu bronsmannsins frá ÓL í Los Angeles, Bjarna Friðrikssonar, sem segir Geir vera öflugan júdókappa sem kveinki sér ekki. 20.3.2012 07:00
Haukar unnu í Digranesi - myndir Haukar komust aftur á topp N1-deildar karla í gærkvöld er liðið lagði HK í Digranesi. Á sama tíma tapaði FH á Akureyri og missti þar með toppsætið í hendur nágranna sinna. 20.3.2012 06:00
Rúrik Gíslason í viðtali í Boltanum á X977 Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason, sem leikur með OB í Danmörku, verður í viðtali í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum í dag en fjallað er um íþróttir alla virka daga á X-inu 977 á þessum tíma. Sigurðu Enoksson formaður Arsenal-klúbbsins á Íslandi verður einnig í spjalli. 20.3.2012 10:30
Red Bulls hefur meiri áhuga á Ireland en Ballack Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack hefur ákveðið að spila í Bandaríkjunum í sumar og skrifa þar lokakaflann í glæsta knattspyrnusögu sína. Ballack sjálfur hefur mestan áhuga á því að ganga í raðir NY Red Bulls, sem Guðlaugur Victor Pálsson og Thierry Henry spila með, en félagið virðist aftur á móti ekki hafa mikinn áhuga á Þjóðverjanum. 19.3.2012 23:30
Derek Fisher laus allra mála hjá Houston | hvaða lið vill fá hann? Derek Fisher mun ekki leika með Houston Rockets í NBA deildinni en hann var sendur til liðsins á dögunum í leikmannaskiptum. Hinn 37 ára gamli bakvörður var í herbúðum LA Lakers í 13 ár en hann hefur nú komist að samkomulagi við Houston að kaupa upp samning sinn við félagið og getur hann samið við hvaða lið sem er. 19.3.2012 23:00
Leik Tottenham og Stoke verður ekki frestað Leikur Tottenham og Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu mun fara fram á miðvikudaginn eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Margir af leikmönnum Tottenham voru mjög miður sín eftir leik liðsins gegn Bolton í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem að Fabrice Muamba leikmaður Bolton fékk hjartaáfall. 19.3.2012 22:30
Fram lagði botnlið Gróttu Eftir dapran fyrri hálfleik rifu Framarar sig upp í þeim síðari og lögðu botnlið Gróttu af velli með þriggja marka mun, 23-26. 19.3.2012 21:58
Úrslit kvöldsins í Iceland Express-deild karla Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Þar unnu Grindavík, Keflavík og Þór Þorlákshöfn öll sigra. 19.3.2012 21:04
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-26 Akureyri vann góðan og sannfærandi sigur á FH í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-26 sem var síst of stórt. 19.3.2012 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 24-20 Valsmenn unnu í kvöld fjögurra marka heimasigur, 24-20 á Aftureldingu í N1 deildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og virkuðu bæði lið frekar áhugalaus í leiknum. Sigurinn er þó kærkominn Valsmönnum enda eygja þeir ennþá litla von á sæti í úrslitakeppninni. Þeir þurfa þó að klára síðustu tvo leiki sína í deildinni ásamt því að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. 19.3.2012 16:25
Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 20-26 Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu. 19.3.2012 16:23
Maldonado: Stóru liðin ekki langt undan Pastor Maldonado segir liðs sitt ekki vera langt á eftir stóru liðunum. Árangur og hraði Maldonado í Williams-Renault bílnum kom mjög á óvart. 19.3.2012 20:00
Suarez vill skrifa undir nýja samning Luis Suarez framherji enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hefur ekki alltaf átt rólega daga á Englandi frá því hann kom til liðsins frá Ajax í Hollandi. Landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ hefur verið orðaður við mörg lið og töldu margir að hann myndi ekki ná sér á strik í ensku knattspyrnunni á ný eftir 8 leikja keppnisbann sem margfrægt er orðið. Suarez ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir mótlætið og hefur hann ekki hug á því að yfirgefa Liverpool. 19.3.2012 17:15
Manning ætlar til Denver | Tebow líklega á förum Leikstjórnandinn Peyton Manning hefur ákveðið að semja við Denver Broncos. Manning hefur verið án samnings síðan hann var leystur undan samningi við Indianapolis Colts í upphafi mánaðarins. 19.3.2012 16:51
Muamba sýnir framfarir | berst enn fyrir lífi sínu Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er enn í lífshættu eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham á laugardaginn. Bolton sendi hinsvegar frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem kemur fram að hinn 23 ára gamli Muamba hafi sýnt framfarir á undanförnum klukkustundum. 19.3.2012 16:30
Di Matteo: Ég vann ekki á bak við tjöldin gegn Villas-Boas Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hann hafi ekki unnið að því á bak við tjöldin að koma Andre Villas-Boas frá félaginu. Di Matteo tók við enska úrvalsdeildarliðinu eftir að Villas-Boas var rekinn og töldu margir að Di Matteo hafi átt sinn þátt í því að Portúgalinn var rekinn. 19.3.2012 15:45
Federer ætlar að ná efsta sæti heimslistans á ný Tenniskappinn Roger Federer hefur ekki sigrað á stórmóti í tennis frá því hann vann opna ástralska meistaramótið árið 2010. Það er of langur tími að mati Federer sem sigraði á Indian Wells meistaramótinu um helgina. 19.3.2012 15:00
Heil umferð í N1 deild karla í kvöld | spennan magnast Heil umferð er í N1 deild karla í kvöld og hefjast allir leikirnir kl. 19.30, nema leikur Akureyrar og Íslandsmeistaraliðs FH sem hefst kl. 19.00. Það styttist í að úrslitakeppnin hefjist en aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Næst síðasta umferðin fer fram á fimmtudag og lokaumferðin fer fram 29. mars. Þrír leikir verða í beinni textalýsingu á Boltavaktinni á Vísi. 19.3.2012 14:15
Ferguson vill fá meiri hraða í lið Man Utd | umboðsmaður Berbatov tjáir sig Hinn 31 árs gamli framherji Dimitar Berbatov skoraði 20 mörk á síðasta tímabili fyrir Englandsmeistaralið Manchester United. Búlgarinn hefur þrátt fyrir það ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Man Utd og er hann á förum frá liðinu í sumar. Umboðsmaður Berbatov segir að Sir Alex Ferguson ætli sér að breyta um leikstíl hjá Man Utd á næstu árum og Berbatov hafi ekki passað inn í þau plön. 19.3.2012 13:30
Feðgar dæma saman í fyrsta sinn í úrvalsdeild Kristinn Óskarsson og sonur hans Ísak Ernir Kristinsson dæma saman leik í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist á Íslandi. Leikurinn sem þeir feðgar dæma er viðureign Þórs úr Þórlákshöfn og Vals. 19.3.2012 12:45
Sjáðu mörkin hjá Gylfa | allt það helsta úr enska boltanum á Vísi Fjórir leikir fóru fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þar var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson áberandi en hann skoraði tvívegis í 3-0 sigri Swansea á útivelli gegn Fulham. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi. 19.3.2012 12:00
Rúrik með gríðarlega stóra kúlu á höfðinu eftir skallaeinvígi Íslenski landsliðsframherjinn Rúrik Gíslason fékk gríðarlegt höfuðhögg í leik OB og Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Rúrik og Jeppe Brandrup leikmaður Lyngby skullu saman í baráttunni um boltann og fékk Rúrik gríðarlega kúlu á vinstra gagnaugað eins og sjá má á myndinni. 19.3.2012 11:45
Þekktur hjartalæknir hljóp úr stúkunni til að bjarga Muamba Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, berst enn fyrir lífi sínu á gjörgæslu á hjartadeild á sjúkrahúsi í London. Hjartað í hinum 23 ára gamli Muamba hætti að slá í miðjum bikarleik gegn Tottenham á laugardaginn og hófust endurlífgunartilraunir strax á vellinum. Einn þekktasti hjartasérfræðingu Bretlands, Dr. Andrew Deaner, var á meðal áhorfenda á White Hart Lane og hann fór strax út á völlinn til þess að aðstoða þegar hann sá í hvað stefndi. 19.3.2012 11:15
Klinsmann neitar því að vera á leið til Tottenham Jürgen Klinsmann, fyrrum framherji þýska landsliðsins í fótbolta og enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, segir að hann hafi ekki hug á því að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Tottenham. 19.3.2012 10:45
Muamba liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu Fabrice Muamba leikmaður Bolton liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti að slá í bikarleiknum gegn Tottenham á laugardag. Ástand hins 23 ára gamla Muamba er enn alvarlegt og er hann í öndunarvél á sjúkrahúsi í London. 19.3.2012 10:15
Donald náði efsta sæti heimlistans á ný Enski kylfingurinn Luke Donald endurheimti efsta sæti heimslistans í golfi með því að sigra á Transitions meistaramótinu á PGA mótaröðinn í gær. 19.3.2012 09:45
NBA: Miami lagði Orlando | Lakers tapaði á heimavelli Dwyane Wade skoraði 14 af alls 31 stigum sínum í fjórða leikhluta í 91-81 sigri Miami Heat gegn Orlando Magic í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 13 heimaleiki í röð. LeBron James skoraði 14 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. 19.3.2012 09:00
Guðjón Þórðar um Gylfa: Fer í eitt af stóru liðunum Guðjón Þórðarson gaf Gylfa Þór Sigurðssyni fyrsta alvöru tækifærið í enska boltanum þegar hann var stjóri Crewe 2008-09 og sá strax hvað bjó í stráknum. Gylfi fór á kostum um helgina og skoraði tvisvar í 3-0 sigri Swansea á Fulham. 19.3.2012 08:00
Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr "Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. 19.3.2012 07:30
Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19.3.2012 07:00
Bara gott að hiksta aðeins Keflavíkurkonur tóku við deildarmeistaratitlinum eftir öruggan 73-40 sigur á KR í lokaumferðinni á laugardaginn. Þá kom einnig í ljós að Keflavík fær Hauka í undanúrslitum úrslitakeppninnar en Njarðvík glímir við Snæfell. 19.3.2012 06:00
Sigurgöngu Real Madrid lauk í kvöld | gerðu jafntefli við Málaga Real Madrid og Malaga gerðu 1-1 jafntefli í kvöld en leikurinn fór fram á Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Malaga náði að jafna metinn þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma. 18.3.2012 20:00
Independent um Gylfa: Sá renglulegi öðlast glæsileika þegar hann fær boltann við tærnar Blaðamaður Independent-blaðsins fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson í umfjöllun sinni um 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gylfi skoraði tvö fyrstu mörk Swansea og Patrick Barcklay valdi hann að sjálfsögðu mann leiksins. 18.3.2012 23:30