Handbolti

Alexander þarf líklega að fara í aðgerð | ÓL í uppnámi hjá honum

Guðjón Guðmundsson skrifar
Alexander getur ekki kastað á markið í dag.
Alexander getur ekki kastað á markið í dag.
Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson, leikmaður Füchse Berlin, er enn ekki búinn að jafna sig af erfiðum axlarmeiðslum og er framhaldið hjá honum í óvissu. Alexander er með rifna sin í öxl og hefur verið frá af þeim sökum í sex vikur. Meiðslin hafa aftur á móti verið að plaga hann í mun lengri tíma.

Forráðamenn Berlínar segja að Alexander sé á batavegi en að batinn sé hægur. Samkvæmt heimildum fréttaastofu er talið útilokað að Alexander nái sér öðruvísi en með því að fara í aðgerð.

Það mun þýða að Alexander myndi missa af Ólympíuleikunum í sumar og þess utan ekki verða klár fyrir næsta tímabil en hann verður þá orðinn leikmaður Rhein-Neckar Löwen.

Alexander er í leikmannahópi Füchse Berlin í kvöld er það mætir Gummersbach en hann mun þó aðeins spila varnarleik rétt eins og síðustu leikjum. Leikurinn er í beinni á Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×