Handbolti

Löwen vann sterkan útisigur

Guðmundur var kátur í kvöld.
Guðmundur var kátur í kvöld.
Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundssonar, er í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fínan útisigur, 29-30, á Göppingen í kvöld.

Löwen með þrem stigum meira en Hamburg sem er í fjórða sæti en sjö stigum á eftir Füchse Berlin sem er í öðru sæti.

Leikurinn í kvöld janf og spennandi en Löwen alltaf skrefi á undan og vann verðskuldaðan sigur. Smá spenna var í leiknum í lokin en Göppingen náði að minnka muninn í eitt mark þegar 18 sekúndur voru eftir.

Löwen tók leikhlé er 14 sekúndur voru eftir og náði að halda boltanum allt til loka.

Róbert Gunnarsson komst ekki á blað hjá Löwen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×