Fleiri fréttir

Hjálmar: Vantaði heppni til að ná þrennunni

„Við náðum að klára þetta þó þetta hafi verið erfið fæðing hjá okkur,“ sagði markaskorarinn Hjámar Þórarinsson eftir 0-2 sigur Fram gegn Fylki í 16-liða úrslitum Visa-bikarins í Árbænum í kvöld. Hjálmar var á skotskónum og skoraði tvö mörk.

Umfjöllun: FH líður betur í Njarðvík en Keflavík

Íslandsmeistarar FH unnu 3-2 útisigur á Keflavík í hörkuskemmtilegum bikarslag á Njarðtaksvellinum í kvöld. Þeir verða því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun. FH-ingum hefur gengið erfiðlega í Keflavík undanfarin ár en þeim líður greinilega betur í Njarðvík.

Ribery fer í aðgerð á morgun

Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery er farinn heim til Munchen eftir ömurlegt HM. Þar bíður hans að fara í aðgerð á nára.

Japanir fylgja Hollendingum í 16-liða úrslitin

Japan og Holland unnu leiki sína í lokaumferð E-riðils á HM í Suður-Afríku. Japanir sáu til þess að Danir eru nú úr leik í keppninni með 3-1 sigri í leik liðanna í kvöld.

KA sló út Grindavík í bikarnum

KA sló Grindavík úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. KA hafði þar betur í bráðabana.

Fabregas: Guardiola var hetjan mín

Spænski landsliðsmaðurinn hjá Arsenal, Cesc Fabregas, heldur áfram að gefa Barcelona undir fótinn og nú hefur hann greint frá því að Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hafi verið hetjan hans í æsku.

Huntelaar stendur í vegi fyrir Fabiano

AC Milan ætlar sér að reyna að kaupa brasilíska framherjann Luis Fabiano frá Sevilla í sumar en það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar neitar að fara.

Maradona dáir Mourinho

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, viðurkennir að hann dái José Mourinho og segir ekki ólíklegt að hann muni einhvern tímann hringja í hann og biðja um góð ráð.

Rússinn Petrov næstum á heimavelli

Þrír spænskir ökumenn keppa í Formúlu 1 mótinu í Valencia um helgina og Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault segist nærri því að vera á heimavelli. Hann hefur búið skammt frá mótssvæðinu í þrjú ár.

Anelka framlengir samning sinn við Chelsea

Nicolas Anelka hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea og framlengir þar með þann gamla um eitt ár, til loka tímabilsins 2012.

Sögulega lélegt hjá Ítalíu og Frakklandi

Aldrei fyrr hefur það gerst að liðin sem spiluðu til úrslita í síðustu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu komast hvorugt upp úr riðlakeppninni á þeirri næstu.

Meistarinn býst við erfiðri keppni

Jenson Button, ríkjandi meistari í Formúlu 1 ekur McLaren bílnum í Valencia um helgina og segir að keppinautar liðs síns séu mættir með margar nýjungur sem gætu aukið samkeppnina.

Lengstu tennisviðureign sögunnar loksins lokið á Wimbledon

70-68 í fimmta settinu. Þannig tryggði Bandaríkjamaðurinn John Isner sér sigur á Nicolas Mahut frá Frakklandi og þar með sæti í 2. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Þetta var langlengsta viðureign í sögunni hjá atvinnumönnum í tennis..

Benitez mun skila titlum til Inter

Marco Tronchetti Provera, stjórnarmaður hjá Inter, býst við því að Rafa Benitez muni skila félaginu mörgum titlum en hann tók við þjálfarastarfi félagsins af José Mourinho.

Heimsmeistararnir sendir heim - myndband

Paragvæ og Slóvakía tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Suður-Afríku. Það þýðir að heimsmeistararnir sjálfir, Ítalía, eru úr leik ásamt Ný-Sjálendingum.

Jackson líklega að hætta með Lakers

Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, segist líklega vera kominn á tíma sem körfuboltaþjálfari. Hann telur líklegt að hann sé hættur þjálfun eftir ótrúlegan feril.

Alonso vill verðlaun á heimavelli

Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina, en þá fer níunda mót ársins fram. Brautin er á hafnarsvæðinu í Valencia og telst í raun götubraut.

Anton og Kristín semja við Val

Handknattleiksdeild Vals hefur gert nýjan tveggja ára samning við Anton Rúnarsson og eins árs samning við Kristínu Guðmundsdóttur.

Messi og Tevez í sérflokki

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, segist ekki enn hafa séð neinn leikmann á HM sem komist í hálfkvisti við þá Lionel Messi og Carlos Tevez.

Franska landsliðið fékk kaldar móttökur í París

Franska knattspyrnulandsliðið fékk kaldar móttökur er það lenti í heimalandinu í morgun. Um 150 stuðningsmenn höfðu sig í það að mæta á flugvöllinn til þess eins og hrauna yfir mannskapinn.

Rehhagel kveður Grikki

Þjóðverjinn Otto Rehhagel er hættur að þjálfa gríska landsliðið í knattspyrnu eftir níu ár við stjórnvölinn.

Slegist um Silva

Það er harður slagur fram undan um þjónustu spænska landsliðsmannsins David Silva sem er á mála hjá Valencia.

Gallas vill fara til Juventus

Umboðsmaður William Gallas hefur staðfest að franski varnarmaðurinn sé mjög spenntur fyrir því að ganga í raðir Juventus.

Liverpool á eftir Rijkaard

Þó svo fréttir hermi að Roy Hodgson sé við það að taka við stjórnartaumunum hjá Liverpool þá er enn verið að orða þjálfara við félagið.

Henry hringdi í forsetann

Thierry Henry mun hitta Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í dag og segja honum frá öllu því sem gekk á bak við tjöldin hjá franska landsliðinu á HM.

Sauber verður að nota BMW nafnið

Sauber Formúlu 1 liðið, svissneska sem er í eigu Peter Sauber verður að nota nafn BMW áfram eftir að nefnd innan FIA skoðaði umsókn liðsins um að fella nafnið niður.

Heimskulegt hjá enska landsliðinu

Þjóðverjinn Franz Beckenbauer er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum og hann er búinn að tendra bálið fyrir leik Englands og Þýskalands í sextán liða úrslitum HM.

Bjórinn kom með rétta andann

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur það orð á sér að vera ákaflega harður húsbóndi og það hafa ensku landsliðsmennirnir fengið að reyna.

Löw hlakkar til að mæta Englandi

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist hlakka til að takast á við Englendinga í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku.

Gunnlaugur: Orðið gríðarlega erfitt að velja liðið

„Mér fannst við vera undir á flestum sviðum í kvöld," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, eftir 3-1 útisigurinn á 1. deildarliði Víkings R. í kvöld. Framlengingu þurfti til að skera út um úrslitin.

Leifur: Við áttum að klára leikinn í seinni hálfleik

Leifur Garðarsson, þjálfari Víkings, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Val í kvöld. Sú frammistaða dugði þó ekki til sigurs en Valur vann 3-1 eftir framlengingu og kemst þar með áfram í átta liða úrslit VISA-bikarsins.

Umfjöllun: Erfið löndun Vals í Víkinni

Valsmenn komust áfram í átta liða úrslit VISA-bikarsins með því að leggja Víking að vell á útivelli 3-1 eftir framlengingu. Nánari umfjöllun um leikinn er væntanleg hingað á Vísi.

Ásmundur: Framtíðin björt í Grafarvogi

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sína menn í kvöld þó svo að liðið hafi tapað fyrir KR í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla, 2-1.

Logi: Höfum ekki verið að vinna okkur úr vandræðum

Logi Ólafsson var ánægður með að vera kominn áfram í 8-liða úrslit VISA-bikarsins eftir 2-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Lið Fjölnis voru baráttuglatt og komust yfir en KR kom aftur og sigraði leikinn, 2-1.

Afreksíþróttamenn í lyfjaprófunarhópi

Samkvæmt Alþjóða lyfjareglunum ber þeim sem fara með lyfjaeftirlit meðal íþróttamanna að stofna skráðan lyfjaprófunarhóp. Í hópnum eiga að vera fremstu íþróttamenn hvers lands. Við val á einstaklingum er tekið mið af stöðu viðkomandi á heimslista og þátttöku á stórum Alþjóðlegum mótum.

Breytingar á Formúlu 1 2011

FIA tilkynnti í dag nokkrar breytingar á reglum og búnaði sem keppnislið mega nota 2011. Greint er frá málinu á autosport.com í dag.

Sjá næstu 50 fréttir