Umfjöllun: Erfið löndun Vals í Víkinni Elvar Geir Magnússon skrifar 23. júní 2010 23:05 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Mjög góð frammistaða Víkings gegn Val í kvöld dugði liðinu ekki til sigurs. Valur vann 3-1 útisigur í framlengdum bikarslag og er liðið því komið í átta liða úrslit keppninnar. Víkingar leika í 1. deildinni en voru síst lakari aðilinn í leiknum í kvöld. Sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem þeir réðu lögum og lofum gegn værukærum Valsmönnum. Varamennirnir Viktor Unnar Illugason og Guðmundur Steinn Hafsteinsson kláruðu leikinn fyrir Val í framlengingunni. Víkingar byrjuðu leikinn betur og áttu hættulegri sóknir í upphafi leiks. Eftir því sem líða tók á hálfleikinn náðu Valsmenn betri tökum og Atli Sveinn Þórarinsson fékk sannkallað dauðafæri til að koma þeim yfir þegar hann fékk algjörlega frían skalla eftir horn en hitti ekki markið. Hugur varnarmanna Víkings virðist hafa farið inn í búningsherbergi fyrr en aðrir því varnarleikur liðsins rétt fyrir hálfleik var arfadapur. Danni König slapp einn í gegn á 44. mínútu, Magnús Þormar markvörður fór í misheppnað úthlaup og König komst framhjá honum. Þrátt fyrir að færið hafi verið orðið nokkuð þröngt náði König að skora, staðan 0-1. Hann hefði svo getað skorað annað mark rétt áður en málarinn Erlendur Eiríksson flautaði til leikhlés en brást þá bogalistin í verulega góðu skallafæri. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum en Víkingar voru þó talsvert hættulegri í sínum sóknaraðgerðum. Kantmaðurinn Viktor Örn Guðmundsson komst nálægt því að jafna þegar hann átti hörkuskot sem Kjartan Sturluson í marki Vals varði í stöngina. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok jöfnuðu heimamenn verðskuldað þegar Þorvaldur Sveinn Sveinsson skoraði með skalla eftir fáránlegt skógarhlaup hjá Kjartani markverði. Staðan jöfn 1-1 eftir 90 mínútur og því framlengt. Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason hefur verið úti í kuldanum hjá Val í sumar en kom sér í aðeins meiri hlýju þegar hann kom Val yfir 2-1 í seinni hálfleik framlengingar. Viktor hafði komið inn sem varamaður í framlengingunni og skoraði hann í kjölfarið á aukaspyrnu. Jón Vilhelm Ákason átti skot sem fór í stöngina en Viktor var vel vakandi og átti ekki í vandræðum með að skora. Það var svo annar varamaður, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem innsiglaði sigurinn eftir fyrirgjöf frá Jóni Vilhelm. Guðmundur Steinn hafði komið inn sem varamaður seint í venjulegum leiktíma. Víkingur - Valur 1-3 0-1 Danni König (44.) 1-1 Þorvaldur Sveinn Sveinsson (76.) 1-2 Viktor Unnar Illugason (109.) 1-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (120.)Víkingur 4-5-1: Magnús Þormar Tómas Guðmundsson Egill Atlason (110. Marteinn Briem) Milos Glogovac (91. Milos Milojevic) Sigurður Egill Lárusson Þorvaldur Sveinn Sveinsson Halldór Smári Sigurðsson Dofri Snorrason Viktor Örn Guðmundsson (69. Kjartan Dige Baldursson) Halldór Smári Sigurðsson Jakob Spangsberg Helgi SigurðssonValur 4-3-3: Kjartan Sturluson Stefán Jóhann Eggertsson Reynir Leósson (57. Greg Ross) Atli Sveinn Þórarinsson Martin Pedersen Haukur Páll Sigurðsson Jón Vilhelm Ákason Rúnar Már Sigurjónsson Baldur Aðalsteinsson Þórir Guðjónsson (81. Guðmundur Steinn Hafsteinsson) Danni König (98. Viktor Unnar Illugason) Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Mjög góð frammistaða Víkings gegn Val í kvöld dugði liðinu ekki til sigurs. Valur vann 3-1 útisigur í framlengdum bikarslag og er liðið því komið í átta liða úrslit keppninnar. Víkingar leika í 1. deildinni en voru síst lakari aðilinn í leiknum í kvöld. Sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem þeir réðu lögum og lofum gegn værukærum Valsmönnum. Varamennirnir Viktor Unnar Illugason og Guðmundur Steinn Hafsteinsson kláruðu leikinn fyrir Val í framlengingunni. Víkingar byrjuðu leikinn betur og áttu hættulegri sóknir í upphafi leiks. Eftir því sem líða tók á hálfleikinn náðu Valsmenn betri tökum og Atli Sveinn Þórarinsson fékk sannkallað dauðafæri til að koma þeim yfir þegar hann fékk algjörlega frían skalla eftir horn en hitti ekki markið. Hugur varnarmanna Víkings virðist hafa farið inn í búningsherbergi fyrr en aðrir því varnarleikur liðsins rétt fyrir hálfleik var arfadapur. Danni König slapp einn í gegn á 44. mínútu, Magnús Þormar markvörður fór í misheppnað úthlaup og König komst framhjá honum. Þrátt fyrir að færið hafi verið orðið nokkuð þröngt náði König að skora, staðan 0-1. Hann hefði svo getað skorað annað mark rétt áður en málarinn Erlendur Eiríksson flautaði til leikhlés en brást þá bogalistin í verulega góðu skallafæri. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum en Víkingar voru þó talsvert hættulegri í sínum sóknaraðgerðum. Kantmaðurinn Viktor Örn Guðmundsson komst nálægt því að jafna þegar hann átti hörkuskot sem Kjartan Sturluson í marki Vals varði í stöngina. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok jöfnuðu heimamenn verðskuldað þegar Þorvaldur Sveinn Sveinsson skoraði með skalla eftir fáránlegt skógarhlaup hjá Kjartani markverði. Staðan jöfn 1-1 eftir 90 mínútur og því framlengt. Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason hefur verið úti í kuldanum hjá Val í sumar en kom sér í aðeins meiri hlýju þegar hann kom Val yfir 2-1 í seinni hálfleik framlengingar. Viktor hafði komið inn sem varamaður í framlengingunni og skoraði hann í kjölfarið á aukaspyrnu. Jón Vilhelm Ákason átti skot sem fór í stöngina en Viktor var vel vakandi og átti ekki í vandræðum með að skora. Það var svo annar varamaður, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem innsiglaði sigurinn eftir fyrirgjöf frá Jóni Vilhelm. Guðmundur Steinn hafði komið inn sem varamaður seint í venjulegum leiktíma. Víkingur - Valur 1-3 0-1 Danni König (44.) 1-1 Þorvaldur Sveinn Sveinsson (76.) 1-2 Viktor Unnar Illugason (109.) 1-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (120.)Víkingur 4-5-1: Magnús Þormar Tómas Guðmundsson Egill Atlason (110. Marteinn Briem) Milos Glogovac (91. Milos Milojevic) Sigurður Egill Lárusson Þorvaldur Sveinn Sveinsson Halldór Smári Sigurðsson Dofri Snorrason Viktor Örn Guðmundsson (69. Kjartan Dige Baldursson) Halldór Smári Sigurðsson Jakob Spangsberg Helgi SigurðssonValur 4-3-3: Kjartan Sturluson Stefán Jóhann Eggertsson Reynir Leósson (57. Greg Ross) Atli Sveinn Þórarinsson Martin Pedersen Haukur Páll Sigurðsson Jón Vilhelm Ákason Rúnar Már Sigurjónsson Baldur Aðalsteinsson Þórir Guðjónsson (81. Guðmundur Steinn Hafsteinsson) Danni König (98. Viktor Unnar Illugason)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira