Fótbolti

Franska landsliðið fékk kaldar móttökur í París

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Evra var fljótur að forða sér úr flugstöðinni.
Evra var fljótur að forða sér úr flugstöðinni.

Franska knattspyrnulandsliðið fékk kaldar móttökur er það lenti í heimalandinu í morgun. Um 150 stuðningsmenn höfðu sig í það að mæta á flugvöllinn til þess eins og hrauna yfir mannskapinn.

Það þótti viðeigandi að liðið skildi ekki allt koma saman en í vélina vantaði meðal annars Franck Ribery, Yoann Gourcuff og William Gallas en þeir tóku allir einkaflugvélar til síns heima.

Leikmennirnir sem komu gáfu sér ekki tíma til þess að ræða við fjölmiðlamenn. Thierry Henry fór beint til fundar við forseta landsins og Patrice Evra var komið undan á mettíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×