Fótbolti

Maradona dáir Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Með tvö úr. Það er margt sérstakt við Maradona.
Með tvö úr. Það er margt sérstakt við Maradona.

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, viðurkennir að hann dái José Mourinho og segir ekki ólíklegt að hann muni einhvern tímann hringja í hann og biðja um góð ráð.

"Ég er virkilega hrifinn af Mourinho. Okkar samskipti hafa verið frábær og við ræddum eitt sinn um fótbolta í marga klukkutíma. Hann virkaði á mig eins og maður sem væri gott að setja á náttborðið til þess að spyrja um ráð," sagði Maradona. "Ég er með símanúmerið hans. Það er aldrei að vita nema ég hringi."

Maradona segist þó ekki ætla að beita sömu varnaraðferð og Mourinho beitti þegar Inter mokaði Barcelona úr Meistaradeildinni.

"Nei, það myndi ég ekki gera. En það virkaði fyrir hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×