Fótbolti

Rooney ætti að ná Þjóðverjaleiknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að Wayne Rooney verði klár í slaginn gegn Þjóðverjum í 16-liða úrslitum HM.

Rooney var skipt af velli 18 mínútum fyrir leikslok í leiknum gegn Slóvenum í gær þar sem hann var meiddur. Ökklinn var að plaga leikmanninn eftir að hann fékk spark í hann.

"Ég skipti Wayne af velli þar sem ökklinn á honum var ekki góður. Það er örlítið áhyggjuefni. Við eigum eftir að fá staðfestingu á alvarleika meiðslanna en ég held að þetta eigi að vera í lagi," sagði Capello og Rooney tók í sama streng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×