Enski boltinn

Hodgson sagður við það að taka við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson.
Roy Hodgson. Nordic Photos / Getty Images

Enska dagblaðið The Mirror heldur því fram á vefsíðu sinni í kvöld að Roy Hodgson verðir ráðinn knattspyrnustjóri Liverpool fyrir helgi.

Hodgson er nú staddur í Suður-Afríku þar sem hann starfar sem sérfræðingur fyrir breska ríkissjónvarpið, BBC. Viðræður hans við Liverpool hafa tafist þess vegna.

Hodgson var þó sagður á leið aftur til Lundúna í kvöld til að ganga frá samningum við Liverpool. Hann er núverandi stjóri Fulham og hefur náð góðum árangri með félagið undanfarið.

Fram kemur í sömu frétt að Yossi Benayoun sé á leið til Chelsea fyrir fimm milljónir punda og að Javier Mascherano vilji fara frá félaginu, annað hvort til Inter eða Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×