Fótbolti

Bjórinn kom með rétta andann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur það orð á sér að vera ákaflega harður húsbóndi og það hafa ensku landsliðsmennirnir fengið að reyna.

Byrjunin á HM var ekki góð hjá Englandi og því ákvað Capello að feta nýjar slóðir til þess að létta stemninguna í hópnum. Hann opnaði fyrir bjórdæluna.

"Strákarnir fengu að drekka bjór kvöldið fyrir leikinn. Það var nauðsynlegt til þess að slaka á. Mér fannst það skila sínu því rétti andinn var til staðar í leiknum gegn Slóvenum. Þennan anda vantaði í hina leikina," sagði Capello en strákarnir fengu líka bjór eftir síðasta leik til þess að létta andann. Bjórinn virðist því hafa skilað tilætluðum árangri.

Capello var afar ánægður með John Terry í leiknum en Terry olli usla með ummælum sínum fyrir leikinn.

"John er leiðtogi. Ég er ekki ósáttur við neinn leikmann. Ég ber virðingu fyrir leikmönnunum og þeir bera virðingu fyrir mér. Frammistaða Terry var mjög mikilvæg og allir leikmennirnir léku vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×