Japanir fylgja Hollendingum í 16-liða úrslitin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2010 20:21 Japanir fagna einu marka sinna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Japan og Holland unnu leiki sína í lokaumferð E-riðils á HM í Suður-Afríku. Japanir sáu til þess að Danir eru nú úr leik í keppninni með 3-1 sigri í leik liðanna í kvöld. Japanir komust yfir með tveimur mörkum beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Thomas Sörensen, markvörður Dana, átti ekki sinn besta dag og var nærri búinn að missa þriðju aukaspyrnuna inn í markið en boltinn hafnaði þó í stönginni. Það voru þeir Keisuke Honda og Yasuhito Endo sem komu Japönum yfir í leiknum. Þeir japönsku áttu fyllilega skilið að komast áfram miðað við frammistöðu liðsins í kvöld. Danir náðu reyndar að klóra í bakkann með marki Jon Dahl Tomasson á 81. mínútu. Hann tók vítaspyrnu sem Kawashima varði í marki Japana en náði að fylgja eftir skotinu og skora af stuttu færi. En Japanir kórónuðu frábæran leik með þriðja markinu á 87. mínútu. Þeir fóru þá illa með dönsku vörnina og lauk sókninni með því að Shinji Okazaki renndi boltanum yfir marklínuna. Hollendingar fara inn í 16-liða úrslitin með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Kamerún í kvöld. Kamerúnar hlutu því ekkert stig í keppninni og eru á leiðinni heim, rétt eins og Danir. Robin van Persie kom Hollandi yfir á 36. mínútu leiksins en Samuel Eto'o jafnaði metin fyrir Kamerún er hann skoraði úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Varamaðurinn Klaas-Jan Huntelaar skoraði svo sigurmark Hollendinga undir lok leiksins er hann fylgdi eftir skoti annars varamanns, Arjen Robben, sem hafnaði í stönginni. Holland mætir Slóvakíu í 16-liða úrslitunum á mánudaginn en á þriðjudag eigast við Paragvæ og Japan. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Sjá meira
Japan og Holland unnu leiki sína í lokaumferð E-riðils á HM í Suður-Afríku. Japanir sáu til þess að Danir eru nú úr leik í keppninni með 3-1 sigri í leik liðanna í kvöld. Japanir komust yfir með tveimur mörkum beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Thomas Sörensen, markvörður Dana, átti ekki sinn besta dag og var nærri búinn að missa þriðju aukaspyrnuna inn í markið en boltinn hafnaði þó í stönginni. Það voru þeir Keisuke Honda og Yasuhito Endo sem komu Japönum yfir í leiknum. Þeir japönsku áttu fyllilega skilið að komast áfram miðað við frammistöðu liðsins í kvöld. Danir náðu reyndar að klóra í bakkann með marki Jon Dahl Tomasson á 81. mínútu. Hann tók vítaspyrnu sem Kawashima varði í marki Japana en náði að fylgja eftir skotinu og skora af stuttu færi. En Japanir kórónuðu frábæran leik með þriðja markinu á 87. mínútu. Þeir fóru þá illa með dönsku vörnina og lauk sókninni með því að Shinji Okazaki renndi boltanum yfir marklínuna. Hollendingar fara inn í 16-liða úrslitin með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Kamerún í kvöld. Kamerúnar hlutu því ekkert stig í keppninni og eru á leiðinni heim, rétt eins og Danir. Robin van Persie kom Hollandi yfir á 36. mínútu leiksins en Samuel Eto'o jafnaði metin fyrir Kamerún er hann skoraði úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Varamaðurinn Klaas-Jan Huntelaar skoraði svo sigurmark Hollendinga undir lok leiksins er hann fylgdi eftir skoti annars varamanns, Arjen Robben, sem hafnaði í stönginni. Holland mætir Slóvakíu í 16-liða úrslitunum á mánudaginn en á þriðjudag eigast við Paragvæ og Japan.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Sjá meira