Umfjöllun: FH líður betur í Njarðvík en Keflavík Elvar Geir Magnússon skrifar 24. júní 2010 21:32 Atli Guðnason skoraði fyrir FH í kvöld. Mynd/Daníel Íslandsmeistarar FH unnu 3-2 útisigur á Keflavík í hörkuskemmtilegum bikarslag á Njarðtaksvellinum í kvöld. Þeir verða því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun. FH-ingum hefur gengið erfiðlega í Keflavík undanfarin ár en þeim líður greinilega betur í Njarðvík. Keflvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og varnarmenn liðsins voru ekki í teljandi vandræðum með sóknaraðgerðir FH lengst af. Guðmundur Steinarsson átti fyrstu alvöru marktilraun heimamanna en skaut yfir þegar hann hefði frekar átt að gefa á Paul McShane sem var laus í teignum. Undir lok hálfleiksins færðist meira bit í sóknir FH-inga en fyrsta alvöru færi þeirra kom á 38. mínútu þegar Atli Viðar Björnsson átti stórhættulegt skot sem Keflavík bjargaði í horn. Skömmu síðar skall hurð ansi nærri hælum hinumegin þegar boltinn dansaði rétt fyrir framan marklínuna á marki FH en endaði loks í höndum Gunnleifs Gunnleifssonar. Heimamenn vildu reyndar fá vítaspyrnu þar sem þeir töldu að útileikmaður FH hefði varið knöttinn með hendi en þeim varð ekki að ósk sinni. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks komust FH-ingar síðan yfir þegar Ólafur Páll Snorrason skoraði úr teignum eftir sendingu frá Atla Viðari. Það var jafnræði með liðunum í seinni hálfleik fram að því að FH-ingar bættu við öðru marki sínu. Eftir glæsilega sóknarlotu Fimleikafélagsins braut Guðjón Árni Antoníusson á Atla Guðnasyni í teignum og Kristinn Jakobsson átti ekki annarra kosta völ en benda á punktinn. Tommy Nielsen tók spyrnuna og skoraði af feykilegu öryggi. Fjórum mínútum síðar hleypti Paul McShane spennu í leikinn á ný þegar hann skoraði fallegt mark með föstu skoti og staðan orðin 1-2. Atli Guðnason bætti við þriðja marki Fimleikafélagsins með skalla. Sex mínútum fyrir leikslok skoraði fyrirliðinn Haraldur Freyr Guðmundsson fyrir Keflavík og minnkaði muninn í 2-3 sem urðu lokatölur. Undir lokin átti Keflavík nokkrar hættulegar sóknir og spennan var mikil en Hafnfirðingar fögnuðu í leikslok. FH-liðið er komið á gott skrið og er kominn ákveðinn meistarabragur á það. Það refsar fyrir mistök og þó liðið sé ekki alltaf að spila neinn glæsibolta er það alltaf líklegt til að skora. Þannig var liðið í kvöld. Keflavík - FH 2-3 0-1 Ólafur Páll Snorrason (45.) 0-2 Tommy Nielsen (71.) 1-2 Paul McShane (75.) 1-3 Atli Guðnason (80.) 2-3 Haraldur Freyr Guðmundsson (84.) Keflavík Ómar Jóhannsson Guðjón Árni Antoníusson Haraldur Freyr Guðmundsson Bjarni Hólm Aðalsteinsson Alen Sutej Magnús Þórir Matthíasson Hólmar Örn Rúnarsson Paul McShane Andri Steinn Birgisson (29. Einar Orri Einarsson) Magnús Sverrir Þorsteinsson (74. Ómar Karl Sigurðsson) Guðmundur Steinarsson FH Gunnleifur Gunnleifsson Guðmundur Sævarsson Pétur Viðarsson Tommy Nielsen Hjörtur Logi Valgarðsson Björn Daníel Sverrisson Hákon Atli Hallfreðsson (29. Jacob Neestrup) Matthías Vilhjálmsson Atli Guðnason Ólafur Páll Snorrason (74. Torger Motland) Atli Viðar Björnsson Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH unnu 3-2 útisigur á Keflavík í hörkuskemmtilegum bikarslag á Njarðtaksvellinum í kvöld. Þeir verða því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun. FH-ingum hefur gengið erfiðlega í Keflavík undanfarin ár en þeim líður greinilega betur í Njarðvík. Keflvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og varnarmenn liðsins voru ekki í teljandi vandræðum með sóknaraðgerðir FH lengst af. Guðmundur Steinarsson átti fyrstu alvöru marktilraun heimamanna en skaut yfir þegar hann hefði frekar átt að gefa á Paul McShane sem var laus í teignum. Undir lok hálfleiksins færðist meira bit í sóknir FH-inga en fyrsta alvöru færi þeirra kom á 38. mínútu þegar Atli Viðar Björnsson átti stórhættulegt skot sem Keflavík bjargaði í horn. Skömmu síðar skall hurð ansi nærri hælum hinumegin þegar boltinn dansaði rétt fyrir framan marklínuna á marki FH en endaði loks í höndum Gunnleifs Gunnleifssonar. Heimamenn vildu reyndar fá vítaspyrnu þar sem þeir töldu að útileikmaður FH hefði varið knöttinn með hendi en þeim varð ekki að ósk sinni. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks komust FH-ingar síðan yfir þegar Ólafur Páll Snorrason skoraði úr teignum eftir sendingu frá Atla Viðari. Það var jafnræði með liðunum í seinni hálfleik fram að því að FH-ingar bættu við öðru marki sínu. Eftir glæsilega sóknarlotu Fimleikafélagsins braut Guðjón Árni Antoníusson á Atla Guðnasyni í teignum og Kristinn Jakobsson átti ekki annarra kosta völ en benda á punktinn. Tommy Nielsen tók spyrnuna og skoraði af feykilegu öryggi. Fjórum mínútum síðar hleypti Paul McShane spennu í leikinn á ný þegar hann skoraði fallegt mark með föstu skoti og staðan orðin 1-2. Atli Guðnason bætti við þriðja marki Fimleikafélagsins með skalla. Sex mínútum fyrir leikslok skoraði fyrirliðinn Haraldur Freyr Guðmundsson fyrir Keflavík og minnkaði muninn í 2-3 sem urðu lokatölur. Undir lokin átti Keflavík nokkrar hættulegar sóknir og spennan var mikil en Hafnfirðingar fögnuðu í leikslok. FH-liðið er komið á gott skrið og er kominn ákveðinn meistarabragur á það. Það refsar fyrir mistök og þó liðið sé ekki alltaf að spila neinn glæsibolta er það alltaf líklegt til að skora. Þannig var liðið í kvöld. Keflavík - FH 2-3 0-1 Ólafur Páll Snorrason (45.) 0-2 Tommy Nielsen (71.) 1-2 Paul McShane (75.) 1-3 Atli Guðnason (80.) 2-3 Haraldur Freyr Guðmundsson (84.) Keflavík Ómar Jóhannsson Guðjón Árni Antoníusson Haraldur Freyr Guðmundsson Bjarni Hólm Aðalsteinsson Alen Sutej Magnús Þórir Matthíasson Hólmar Örn Rúnarsson Paul McShane Andri Steinn Birgisson (29. Einar Orri Einarsson) Magnús Sverrir Þorsteinsson (74. Ómar Karl Sigurðsson) Guðmundur Steinarsson FH Gunnleifur Gunnleifsson Guðmundur Sævarsson Pétur Viðarsson Tommy Nielsen Hjörtur Logi Valgarðsson Björn Daníel Sverrisson Hákon Atli Hallfreðsson (29. Jacob Neestrup) Matthías Vilhjálmsson Atli Guðnason Ólafur Páll Snorrason (74. Torger Motland) Atli Viðar Björnsson
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira