Íslenski boltinn

Hjálmar skoraði aftur tvö gegn Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjálmar Þórarinsson, leikmaður Fram.
Hjálmar Þórarinsson, leikmaður Fram. Mynd/Stefán

Hjálmar Þórarinsson skoraði bæði mörk Fram í 2-0 sigri á Fylki í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld.

Fyrr í sumar skoraði Hjálmar bæði mörk Fram er liðin skildu jöfn, 2-2, í Pepsi-deild karla. Mörkin í kvöld skoraði hann á 38. og 83. mínútu.

Nánar verður fjallað um leikinn hér á Vísi í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×