Fótbolti

Ribery fer í aðgerð á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery er farinn heim til Munchen eftir ömurlegt HM. Þar bíður hans að fara í aðgerð á nára.

Ribery fann sig engan veginn á HM frekar en félagar hans í franska landsliðinu.

Ribery fer í aðgerðina á morgun en hann hefur einnig verið að glíma við hnémeiðsli.

Síðasta tímabil var honum erfitt á margan hátt en hann lenti bæði í meiðslum og svo kom upp hneykslismál er hann var sakaður um að hafa sængað hjá afar ungri vændiskonu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×