Fótbolti

Heimskulegt hjá enska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beckenbauer prófar hér Vuvuzela-lúður.
Beckenbauer prófar hér Vuvuzela-lúður.

Þjóðverjinn Franz Beckenbauer er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum og hann er búinn að tendra bálið fyrir leik Englands og Þýskalands í sextán liða úrslitum HM.

Beckenbauer, oft nefndur Keisarinn, segir það hafa verið afar heimskulegt hjá Englendingum að vinna ekki riðilinn sinn.

"Leikur á milli Englands og Þýskalands ætti að minnsta kosti að vera undanúrslitaleikur en ekki í sextán liða úrslitum. Það var heimskulegt hjá Englendingum að klára ekki riðilinn sinn og lenda í öðru sæti," sagði Beckenbauer sem bíður spenntur eftir leiknum.

"Leikir Englands og Þýskalands eru alltaf stærstu og eftirminnilegustu leikirnir í okkar sögu. Englendingarnir virka svolítið þreyttir. Það er ástæða fyrir því. Það er spilað svo mikið í ensku úrvalsdeildinni og talsvert meira en í Þýskalandi. Þýskaland virðist þess utan vera í betra formi en England."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×