Fótbolti

Sögulega lélegt hjá Ítalíu og Frakklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Cannovaro, fyrirliði Ítalíu, gengur niðurlútur af velli í dag.
Fabio Cannovaro, fyrirliði Ítalíu, gengur niðurlútur af velli í dag. Nordic Photos / Getty Images

Aldrei fyrr hefur það gerst að liðin sem spiluðu til úrslita í síðustu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu komast hvorugt upp úr riðlakeppninni á þeirri næstu.

Fyrir fjórum árum mættust Frakkland og Ítalía í úrslitaleik HM í Þýskalandi. Þá hafði Ítalía betur en í dag varð liðið í neðsta sæti F-riðils eftir 3-2 tap fyrir Slóvakíu.

Frakkar urðu sömuleiðis í neðsta sæti síns riðils, A-riðils, með einungis eitt stig. Ítalir fengu alls tvö stig í keppninni.

Liðin eiga það einnig sameiginlegt að sami þjálfarinn var enn við stjórnvölinn - Raymond Domenech hjá Frökkum og Marcello Lippi hjá Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×