Enski boltinn

Slegist um Silva

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er harður slagur fram undan um þjónustu spænska landsliðsmannsins David Silva sem er á mála hjá Valencia.

Man. City hefur þegar verið gefið leyfi til þess að ræða við leikmanninn en félagið er sagt hafa náð samkomulagi við Valencia um að borga 28 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Eftir því sem umboðsmaður leikmannsins segir þá er langt í að hann sé á förum til City og hann lét jafnvel í það skína að Silva vilji frekar spila með Chelsea en Man. City.

Umbinn staðfesti að þrjú félög væru á eftir leikmanninum og þriðja félagið er talið vera Man. Utd eða Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×