Fótbolti

Henry hringdi í forsetann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry með Domenech.
Henry með Domenech.

Thierry Henry mun hitta Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í dag og segja honum frá öllu því sem gekk á bak við tjöldin hjá franska landsliðinu á HM.

Það var Henry sem á frumkvæði að fundinum en hann hringdi í forsetann og óskaði eftir því að fá að ræða við hann.

"Henry hringdi í forsetann frá Suður-Afríku og sagðist vilja hitta hann eftir mótið," segir í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu.

Leikmenn gerðu uppreisn gegn þjálfaranum, Raymond Domenech, og það á að hafa verið fyrirliðinn sjálfur, Patrice Evra, sem leiddi þá uppreisn. Honum var síðan hent á bekkinn í lokaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×