Enski boltinn

Anelka framlengir samning sinn við Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolas Anelka við komuna til Lundúna frá Suður-Afríku á mánudag.
Nicolas Anelka við komuna til Lundúna frá Suður-Afríku á mánudag. Nordic Photos / AFP

Nicolas Anelka hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea og framlengir þar með þann gamla um eitt ár, til loka tímabilsins 2012.

„Þegar ég kom til Chelsea vildi ég vera hjá félaginu lengur en ég hafði gert hjá öðrum félögum á mínum ferli," sagði Anelka á heimasíðu Chelsea.

„Það er engin þörf á því að fara annað og því er ég mjög ánægður með nýja samninginn."

Anelka komst í fréttirnar um helgina er hann var rekinn heim úr herbúðum franska landsliðsins á HM í Suður-Afríku fyrir að rífast við Raymond Domenech, landsliðsþjálfara. Frakkar féllu svo úr leik á HM fyrr í þessari viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×