Fótbolti

Löw hlakkar til að mæta Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands. Nordic Photos / AFP

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist hlakka til að takast á við Englendinga í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku.

Liðin munu mætast á sunnudaginn klukkan 14.00 en bæði lið unnu sína leik í lokaumferð riðlakeppninnar í dag.

„Þetta verður frábær leikur. Við hlökkum mikið til hans,“ sagði Löw eftir sigur sinna manna á Slóvenum í dag.

Þessi tvö lið hafa háð marga bardaga í gegnum tíðina. Frægasti leikurinn er líklegast úrslitaleikurinn á HM í Englandi árið 1966 þegar þeir ensku unnu Þjóðverja, 4-2, í framlengdum úrslitaleik.

Þjóðverjar náðu þó að slá út Englendinga í undanúrslitum Evrópumeistaramótsins, 30 árum síðar. Þýskaland vann einnig þegar liðn mættust í undanúrslitum HM 1990 á Ítalíu, en þá í vítaspyrnukeppni. Þýskaland varð þá heimsmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×