Fótbolti

Rehhagel kveður Grikki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þjóðverjinn Otto Rehhagel er hættur að þjálfa gríska landsliðið í knattspyrnu eftir níu ár við stjórnvölinn.

Rehhagel, sem verður 72 ára í ágúst, hefur lyft grískum fótbolta í nýjar hæðir á tíma sínum sem þjálfari og gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2004.

Liðið fékk síðan ekki stig á EM 2008 og komst ekki upp úr riðlakeppninni á HM.

Portúgalinn Fernando Santos er talinn líklegur arftaki Þjóðverjans.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×