Enski boltinn

Liverpool á eftir Rijkaard

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þó svo fréttir hermi að Roy Hodgson sé við það að taka við stjórnartaumunum hjá Liverpool þá er enn verið að orða þjálfara við félagið.

Sky-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Liverpool hafi borið víurnar í Hollendinginn Frank Rijkaard, þjálfara Galatasaray og fyrrum þjálfara Barcelona.

Samkvæmt heimildum Sky þá hefur Liverpool haft samband við Galatasaray í tvígang út af þjálfaranum en tyrkneska félagið vill ekki leyfa þeim að ræða við Rijkaard.

Hann tók við liðinu árið 2009 og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Liverpool þyrfti því að borga háar bætur fyrir þjálfarann ef þeir næðu samkomulagi við Tyrkina.

Rijkaard er sagður vera spenntur fyrir því að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni en Galatasaray ætlar að berjast fyrir honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×