Fleiri fréttir

Vinsældir Garnett og Boston margfaldast

Sögufrægt lið Boston Celtics í NBA deildinni hefur heldur betur vaknað úr dvalanum í vetur og situr á toppi deildarinnar. Þessi bætti árangur hefur nú skilað sér í kassann hjá félaginu.

Gætum mætt með B-liðið á EM

Margir öfunda danska landsliðið í handbolta fyrir þá miklu breidd sem liðið hefur yfir að ráða. Þjálfarinn Ulrik Wilbek tekur dýpra í árina og segist vel hafa geta mætt með B-lið Dana til keppni á EM.

Heimtar einn titil í viðbót

Markvörðurinn Tomas Svensson hjá sænska landsliðinu er nú á sínu síðasta ári með landsliðinu. Hann verður fertugur í næsta mánuði og segist staðráðinn í að vinna einn stóran titil í viðbót áður en hann lýkur glæstum ferli sínum.

54 leikmenn yfir tvo metra á EM

Norskir hóteleigendur hafa sumir hverjir þurft að bregðast við hæð gesta sinna nú þegar líður að EM í handbolta. Alls eru 54 leikmenn á mótinu yfir 2 metrar á hæð.

Drogba dreymir um að spila með Eto´o

Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea segir að sig dreymi um að spila við hliðina á Samuel Eto´o í framlínu Barcelona á Spáni, en kaup Chelsea á Nicolas Anelka þykja hafa sett framtíð Drogba upp í loft hjá félaginu.

Fred sagður á leið til Tottenham

Brasilíski framherjinn Fred hjá Lyon í Frakklandi mun vera á leið til Tottenham á næstu tveimur dögum ef marka má frétt Sky í morgun. Leikmaðurinn hefur verið eftirsóttur í Frakklandi og á Englandi, en hann hefur staðfest frekari viðræður sínar við Lundúnaliðið í samtali við franska blaðið L´Equipe.

Guðjón orðaður við Hearts

Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, er einn þeirra sem orðaðir eru við knattspyrnustjórastöðuna hjá skoska liðinu Hearts í Edinborg. Það er breska blaðið Daily Express sem greinir frá þessu í dag.

Newcastle vill mig ekki

Alan Shearer segist ekki verða næsti knattspyrnustjóri Newcastle af því félagið ætli að ráða reyndan mann til að taka við af Sam Allardyce.

Alonso byrjaður með Renault

Spænski heimsmeistarinn ók á sinni fyrstu æfingu með Renault í dag á Jerez brautinni á Spáni. Hann gerði sér lítið fyrir og náði besta tíma á æfingunni. Hann ók í fyrsta skipti keppnisbíl án spólvarnar og sló við nýjustu ökutækjum McLaren og Ferrari á 2007 Renault.

Óvænt úrslit í NBA í nótt

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og nokkuð var um óvænt úrslit. LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland þegar liðið sigraði Memphis 132-124 í framlengdum leik.

Liverpool og Tottenham áfram

Í kvöld fóru fram aukaleikir í 3. umferð FA-bikarsins. Þau lið sem höfðu skilið jöfn fyrstu helgi ársins mættust að nýju. Fresta þurfti nokkrum leikjum þar sem úrhellis rigning á Bretlandseyjum hafði sitt að segja.

Owen bjargar Luton Town

Náðst hefur samkomulag um kaup fjárfesta á enska 2. deildarliðinu Luton Town. Það er sjónvarpsmaðurinn Nick Owen sem fer fyrir kaupunum en hann hefur verið stuðningsmaður Luton frá æsku.

Lucarelli til Parma

Parma hefur óvænt keypt sóknarmanninn Cristiano Lucarelli frá úkraínska liðinu Shaktar Donetsk. Þessi 32 ára leikmaður bað um að fá að fara frá Shaktar eftir að liðinu mistókst að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Eiður byrjar gegn Sevilla

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Sevilla í spænska bikarnum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður í beinni útsendingu á Sýn Extra.

Balic mættur til Noregs

Króatíski landsliðshópurinn er mættur til Noregs þar sem Evrópumótið í handbolta fer að hefjast. Ivano Balic, að margra mati besti handboltamaður heims, er með liðinu en hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða.

Kristinn dæmir í Þýskalandi

Kristinn Jakobsson mun dæma leik þýska liðsins Hamborgar og FC Zürich frá Sviss. Leikurinn er seinni leikur liðanna í 32. liða úrslitum UEFA bikarsins.

Franskur varnarmaður til Sunderland

Sunderland hefur tryggt sér þjónustu franska varnarmannsins Jean-Yves Mvoto. Hann kemur frá Paris St-Germain en kaupverðið var ekki gefið upp.

Barton mættur til æfinga

Joey Barton mætti til æfinga með Newcastle í dag, um þremur vikum eftir að hafa verið ákærður fyrir líkamsárás. Hann fékk sig laus úr fangelsi gegn tryggingu þann 3. janúar en mun mæta fyrir rétt á næstu dögum.

Newcastle opið fyrir að ráða erlendan stjóra

Chris Mort, stjórnarformaður Newcastle, segir það vel koma til greina að ráða erlendan knattspyrnustjóra. Frakkinn Gerard Houllier, fyrrum stjóri Liverpool, er talinn líklegur kostur.

Brúðu-Mourinho flytur fréttirnar

Minning Jose Mourinho lifir enn og í myndbandi með þessari frétt er hægt að horfa á Mourinho flytja fréttir á Setanta Sports. Í þessum nýjasta þætti ræðir Mourinho meðal annars við Nelson Mandela og veltir fyrir sér stöðu mála á leikmannamarkaðnum í enska boltanum.

Everton kaupir Gosling

Everton gekk í dag formlega frá kaupum á varnarmanninum Dan Gosling frá Plymouth Argyle, en hann er 17 ára gamall og getur einnig spilað á miðjunni. Gosling spilaði sinn fyrsta leik fyrir Plymouth aðeins 16 ára gamall og er talinn mikið efni.

Vörn og markvarsla eru lykilatriði

"Það má eiginlega segja að það hafi verið stígandi í liðinu í þessum tveimur leikjum og það fannst mér gott að sjá. Menn voru að finna sig betur og betur í vörninni," segir Aron Kristjánsson sérfræðingur Vísis á EM þegar hann er spurður út í leikina tvo við Tékka.

Hópur Frakka á EM

Frakkar hafa tilkynnt 17 manna hóp sinn fyrir EM í Noregi en nokkrir af lykilmönnum liðsins hafa verið tæpir með meiðsli að undanförnu. Hér fyrir neðan má sjá hóp Claude Onesta.

Leiðinlegasti handboltamaður í heimi

Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson lætur það ekki hafa áhrif á sig þó sumir vilji meina að markvarslan sé veikasti hlekkurinn í íslenska landsliðinu í handbolta.

Landsliðshópur Svía

Búið er að tilkynna landsliðshóp Svía fyrir EM í handbolta en Svíar mæta okkur Íslendingum í fyrsta leik á fimmtudaginn kemur.

Núna er ég nógu góður fyrir Bolton

Grétar Rafn Steinsson er sem fyrr í viðræðum við forráðamenn Bolton um að ganga í raðir enska félagsins frá AZ Alkmaar í Hollandi.

Maniche til Inter

Inter Milan á Ítalíu hefur fengið til sín miðjumanninn Maniche frá Atletico Madrid. Hér er um sex mánaða lánssamning að ræða en ítalska liðið getur keypt hann fyrir fjórar milljónir punda að honum loknum.

Ronaldo vill enga hvíld

Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist ekki kæra sig um neina hvíld og vill spila alla leiki liðsins.

Anelka vildi koma aftur til Arsenal

Arsene Wenger segir að framherjinn Nicolas Anelka hafi langað mikið til að ganga í raðir Arsenal á ný nú í janúar, en stefna Arsenal í leikmannamálum hafi komið í veg fyrir að úr því yrði.

Líkir eigendum Liverpool við flækingsketti

Knattspyrnustjóri Luton, Kevin Blackwell, undirbýr nú lið sitt fyrir erfiðan leik gegn Liverpool á Anfield í kvöld þar sem liðin mætast í aukaleik í þriðju umferð bikarkeppninnar.

Sex leikir í enska bikarnum í kvöld

Nokkrir áhugaverðir leikir eru á dagskrá í enska bikarnum í kvöld þar sem um er að ræða aukaleiki í þriðju umferð keppninnar. Leikur Liverpool og Luton verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:50.

Capello boðar aga

Fabio Capello hefur lagt línurnar fyrir leikmenn enska landsliðsins og hvetur þá til að sýna gott fordæmi innan sem utan vallar.

Hlutfall enskra mun aukast á Emirates

Arsenal hefur oft verið gagnrýnt fyrir að tefla fram fáum Englendingum á knattspyrnuvellinum en Arsene Wenger knattspyrnustjóri segir að þetta gæti breyst í nánustu framtíð.

Houllier má taka við Newcastle

Forráðamenn franska knattspyrnusambandsins segja ekkert því til fyrirstöðu að leyfa Gerard Houllier að taka við Newcastle ef enska félagið hafi áhuga á að ráða hann. Houllier er nú orðinn einn af líklegustu eftirmönnum Sam Allardyce, en hann gegnir starfi tæknistjóra hjá franska landsliðinu í dag.

Rafa er sáttur þrátt fyrir allt

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er sáttur í herbúðum félagsins þrátt fyrir sprengjuna sem eigendur félagsins létu falla á hann í gær þegar þeir viðurkenndu að hafa rætt við Jurgen Klinsmann um að taka við starfi hans.

Bynum missir úr átta vikur

Lakers liðið í NBA deildinni varð fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom að miðherjinn ungi Andrew Bynum yrði frá keppni næstu átta vikurnar eða svo vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik í fyrrakvöld.

87 sinnum yfir 40 stig

Kobe Bryant hjá LA Lakers skoraði 48 stig fyrir liðið í sigrinum á Seattle í nótt. Þetta var í 87. skiptið á ferlinum sem Bryant skorar 40 stig eða meira í NBA deildinni og nú vantar hann aðeins einn 40 stiga leik til að komast í þriðja sætið yfir flesta 40+ stiga leiki á ferlinum.

Aftur lá Boston fyrir Washington

Boston tapaði í nótt öðrum leik sínum í röð í NBA deildinni þegar liðið lá óvænt á heimavelli gegn Washington 88-83 . Þetta var í annað sinn á þremur dögum sem Boston tapar fyrir Washington.

Vignir: Framför frá leiknum í gær

„Mér fannst margt jákvætt við þennan leik. Varnarleikurinn og markvarslan var held ég það jákvæðasta, án þess að ég geti alveg gripið á það," sagði Vignir Svavarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn gegn Tékkum í kvöld.

Hópurinn sem fer út

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur tilkynnt leikmannahópinn sem heldur á morgun á Evrópumótið í Noregi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Svíum á fimmtudag.

Landsliðið kvaddi með sigri á Tékkum

Íslenska landsliðið vann það tékkneska í æfingaleik í annað sinn í Laugardalshöllinni í kvöld. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM sem hefst á fimmtudag.

Leeds upp í þriðja sætið

Leeds United er nú komið upp í þriðja sæti ensku 2. deildarinnar (C-deild). Liðið vann nauman 1-0 útisigur á Crewe í kvöld en eina mark leiksins skoraði Jermaine Beckford.

Bangura þarf ekki að fara heim

Al Bangura, miðjumaður Watford, heldur landvistarleyfi sínu og getur því verið áfram á Englandi. Það átti að reka leikmanninn úr landi og til heimalands síns, Sierra Leone.

Sjá næstu 50 fréttir