Enski boltinn

Capello boðar aga

NordicPhotos/GettyImages

Fabio Capello hefur lagt línurnar fyrir leikmenn enska landsliðsins og hvetur þá til að sýna gott fordæmi innan sem utan vallar.

Capello hefur orð á sér fyrir að vera mikill harðstjóri og á tæplega eftir að líða landsliðsmönnunum hegðun eins og þá sem þeir hafa verið sakaðir um á undanförnum misserum.

Bresku blöðin hafa af og til flutt fréttir af drykkjuskap leikmanna liðsins og slíkt verður tæplega liðið af Capello.

"Leikmennirnir verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir utan og innan vallar - ekki síst fyrir unga fólkið," sagði Ítalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×