Handbolti

Hópurinn sem fer út

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur tilkynnt leikmannahópinn sem heldur á morgun á Evrópumótið í Noregi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Svíum á fimmtudag.

Leikmannahópurinn er sá sami og mætti Tékklandi í kvöld auk þess sem Logi Geirsson fer með út og einnig Einar Hólmgeirsson.

Roland Valur Eradze og Arnór Atlason verða eftir heima.

Athygli vekur að Alfreð kýs að taka tvo markverði með sér út. Alls eru sextán leikmenn í hópnum en hægt verður að kalla menn út ef á þarf að halda. Björgvin Gústavsson markvörður verður til taks og einnig þeir Guðlaugur Arnarson og Arnar Þór Gunnarsson.

Markverðir:

Birkir Ívar Guðmundsson

Hreiðar Levý Guðmundsson



Aðrir leikmenn:


Vignir Svavarsson

Bjarni Fritzson

Sigfús Sigurðsson

Ásgeir Örn Hallgrímsson

Guðjón Valur Sigurðsson

Snorri Steinn Guðjónsson

Ólafur Stefánsson

Alexander Petersson

Sverre Andreas Jakobsson

Róbert Gunnarsson

Jaliesky Garcia

Hannes Jón Jónsson

Logi Geirsson

Einar Hólmgeirsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×